fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Loftárásir hafnar í Sýrlandi – Þetta er búið að gerast síðan í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. apríl 2018 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin, með stuðningi Breta og Frakka, hófu loftárásir í Sýrlandi skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma og beindist árásin að bækistöðvum sýrlenska stjórnarhersins þar sem grunur leikur á að efnavopn séu geymd. Árásin í gærkvöldi var svar við efnavopnaárásinni í Douma, útverfi Damascus, um liðna helgi.

Í yfirlýsingu frá Pentagon, skömmu eftir að sprengingar heyrðust í Damascus, kom fram að ráðist hefði verið á þrjú skotmörk; tvö í Damascus og eitt í Homs. Grunur leikur á að á þessum stöðum geymi Sýrlandsher eða geri tilraunir með efnavopn. Sýrlandsher reyndi að skjóta eldflaugar Bandaríkjahers niður en án árangurs.

Árásin í gærkvöldi hefur hleypt illu blóði í Rússa og sagði Anatoly Antonov, sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, að aðgerðum sem þessum fylgdu afleiðingar. Hann fór ekki nánar út í hverjar þær afleiðingar yrðu en sagði að Rússar álitu árásina sem beina ógn. Það væri óásættanlegt að „móðga“ forseta Rússlands eins og hann orðaði það.

Bandaríkjamenn hafa varið árásirnar og sagt að efnavopnaárásin um liðna helgi bæri þess merki að stjórn Assads Sýrlandsforseta hikaði ekki við að beita efnavopnum. Merki væru um að stjórn hans væri að færa sig upp á skaftið hvað þetta varðar. Bandaríkjamenn muni halda áfram að gera árásir svo lengi sem sýrlenski stjórnarherinn heldur áfram að nota efnavopn.

Árásirnar voru gerðar með stuðningi Breta og Frakka og sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að hún hefði heimilað þátttöku Breta með það að leiðarljósi að ráðast á bækistöðvar þar sem efnavopn eru geymd. Hún skaut að Rússum og sagði að það mætti ekki vera eðlilegur hluti af hernaði að nota efnavopn. May sagðist hafa viljað fara aðra leið en miðað við allt og allt væri engin önnur leið fær, því miður.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að fjórar Tornado-þotur hafi flogið frá Kýpur og tekið þátt í árásunum í Homs. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, sagði að Bandaríkin, Bretland og Frakkland útilokuðu ekki frekari árásir. „Stjórn Assads náði að minnsta kosti ekki skilaboðunum síðast,“ sagði hann og vísaði til efnavopnaárásarinnar í Ghouta árið 2017. Hvað hugsanlegt mannfall saklausra borgara varðar sagði hann að bandaþjóðirnar hefðu lagt mikla áherslu á að forða manntjóni.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að efnavopnanotkun Sýrlandshers ógnaði ekki bara sýrlenskum ríkisborgurum heldur öllum heiminum.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði þá ákvörðun Bandaríkjanna, Breta og Frakka að ráðast gegn Sýrlendingum væri hreint og klárt ofbeldi. Hann hefur farið fram á að kallað verði til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv