fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sænsk innanlandsflugvél á villigötum – Endaði í röngum landshluta – 1.000 km skekkja

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 06:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hló bara, hvað átti maður að gera?“ Sagði Roger Leirvik í samtali við Aftonbladet eftir undarlega flugferð á mánudaginn. Ásamt 33 öðrum farþegum ætlaði hann að fljúga frá Sundsvall, sem er norðan við Stokkhólm, til Gautaborgar á vesturströndinni. En þegar farþegarnir stigu út úr flugvélinni voru þeir ekki í Gautaborg. Í stað þess að fljúga um 600 km í suðvestur þá hafði vélinni verið flogið tæplega 400 km í norðaustur og lent í Luleå.

Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 17 en seinkaði töluvert. Það var ekki fyrr en um klukkan 20 sem tilkynning birtist á skjám í flugstöðinni og farþegum var sagt að fara að útgönguhliði. Vélin fór síðan í loftið en flugferðin tók ekki ýkja langan tíma og skyndilega voru farþegarnir komnir til Luleå.

„Ég hugsaði með mér að þeir væru að hægja ansi snemma á vélinni.“

Sagði Leirvik.

Flugfélagið sem í hlut á, Nextjet, staðfesti að eitthvað hafi farið úr skorðum en gat ekki sagt nákvæmlega til um hvað. Talsmaður flugfélagsins sagði að það virtist sem einhverskonar samskiptavandamál hafi komið upp á milli flugfélagsins og flugvallarins í Sundsvall.

Mikil snjókoma var víða í Svíþjóð á mánudaginn og öllu flugi til Gautaborgar hafði verið aflýst. Vélin sem flutti farþegana 34 til Luleå átti því aldrei að fara til Gautaborgar en samt sem áður var farþegunum hleypt um borð og tilkynnt um brottför.

Talsmaður flugvallarins í Sundsvall sagði að þar á bæ hafi fólk ekki fengið að vita að vélin ætti að fara til Luleå í stað Gautaborgar.

Aðrir flugfarþegar áttu pantað far til Luleå en voru skildir eftir í Sundsvall en þeir fengu að vita klukkan 20.40 að flugi þeirra hefði verið aflýst.

Farþegarnir sem ætluðu til Luleå fengu því gistingu í Sundsvall en farþegarnir sem ætluðu til Gautaborgar fengu gistingu í Luleå.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv