fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Berglind grét: Gamall maður með aðeins maltdós og lýsi í ísskápnum – Hryllingur – „Það á enginn að þurfa að svelta á Íslandi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. mars 2018 21:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fylltist ofboðslega miklu vonleysi, fannst þetta hryllingur, ég grét þegar ég fór frá fólkinu.“ Þetta sagði Berglind Soffía Blöndal í viðtali í Samfélaginu á Rás 2 en hún rannsakaði í meistararitgerð í næringarfræði næringarástand þrettán manns í sjálfstæðri búsetu sem lágu öll í skamman tíma á öldrunardeild Landspítalans. Niðurstöðurnar eru sláandi. Dæmi voru um að heldri maður væri með aðeins maltdós og lýsisflösku í ísskápnum. Allt var þetta fólk í sjálfstæðri búsetu og var meðalaldur 87 ár.

Berglind greindi frá því að gamla fólkið sem hleypti henni inn á heimili sitt væri að borða að meðaltali 760 hitaeiningar en sá sem minnst borðaði var að innbyrða 204 kaloríur á dag. Samkvæmt stöðlum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er allt undir 900 hitaeiningum svelti en fólk er talið þurfa 1800 til 2200 hitaeiningar á dag.

Þegar heldra fólk kemur heim af spítalanum eru oft lítil bjargráð og fólkið veikburða og jafnvel rúmliggjandi. Það treysti sér því ekki til að elda, hafa sig til né fara á salerni. Þeir sem sjá um heimahjúkrun, ef læknum finnst tilefni til, koma tvisvar á dag. Þeirra hlutverk er þó ekki að sjá um að gefa fólkinu að borða. Berglind greindi jafnframt frá því að það væri lítil sem engin eftirfylgni.

Þegar Berglind skoðaði í ísskáp gamla fólksins var niðurstaðan sláandi. 33 prósent matvara var útrunnin og 25 prósent með sjáanlega yfirborðsmyglu. Berglind sagði:

Ég fann svo til. Þetta er fólkið sem byggði upp þjóðina, sem eiga svo mikið þakklæti skilið frá okkur í samfélaginu.

„Einn einstaklingur hann átti engin börn, hafði aldrei átt börn, hafði aldrei átt konu, alger einstæðingur, og hann var rúmliggjandi og ég hef bara aldrei séð svona tóman ísskáp. Það var til ein maltdós og ein lýsisflaska.“

Berglind bendir á að börnin séu oft einu bjargráð fólksins og sjái um að versla. Taldi Berglind að það væri líklega á um tveggja vikna fresti en í mörgum tilvikum vildi heldra fólk ekki leggja það á börn sín að versla oftar og finnst það þá vera byrði á afkomendum sínum.

„Mér finnst heldur ekki sanngjarnt að aðstandendur eigi að taka byrðina á sig. Það skemmir sambandið á milli ef þú þarft að fara að taka yfir alla hlutina sem foreldrar þurfa á að halda.“

Þá greindi Berglind frá því að hæstu tekjur voru 189 þúsund sem einn einstaklingur hafði í laun. Taldi hann það duga sér en upplýsti að hann keypti ekki gjafir fyrir barnabörn né föt fyrir sjálfan sig og verslaði sjaldan mat. Aðspurð hvernig það hefði verið að ganga í gegnum þessa rannsókn sagði Berglind:

„Ég fylltist ofboðslega miklu vonleysi, fannst þetta hryllingur, ég grét þegar ég fór frá fólkinu. Ég fann svo til. Þetta er fólkið sem byggði upp þjóðina, sem eiga svo mikið þakklæti skilið frá okkur í samfélaginu. Það á að huga vel að þörfum þessa fólks. Það á enginn að þurfa að svelta á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv