fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Óhugnanlegt barnaníðsmál í Danmörku – Starfsmaður á leikskóla ákærður fyrir brot gegn 28 börnum – Fórnarlömbin mun fleiri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 06:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að mörgum Dönum hafi brugðið í brún í gær þegar fjölmiðlar skýrðu frá ákæru á hendur 47 ára starfsmanni á leikskóla í Glostrup á Sjálandi. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 28 börnum, þau yngstu voru 2 til 3 ára þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt ákærunni er maðurinn ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot á leikskólanum og í félagsheimili skáta í Brøndby.

Jótlandspósturinn segir að samkvæmt ákærunni þá hafi mörg brotanna átt sér stað á skiptiborðinu á leikskólanum, þar braut maðurinn kynferðislega gegn börnunum og kvikmyndaði brotin.

Ole Nielsen, sem stýrði rannsókn málsins, staðfesti að lögreglan hefði fundið ljósmyndir og myndbandsupptökur af brotum mannsins.

Á leikskólanum níddist maðurinn á 11 börnum og beitti þau kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum og öðru ofbeldi. Einu barninu níddist maðurinn 5 sinnum á.

13 börn til viðbótar voru þolendur blyðgunarsemisbrota en flest þeirra urðu fyrir því að maður tók myndir af kynfærum þeirra þegar þau voru á skiptiborðinu eða í svefnálmunni.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í mars á síðasta ári en þá var hann handtekinn eftir að hafa káfað á og myndað 6-7 ára barn á meðan það svaf í félagsheimili skáta í Brøndby.

Þau 28 börn sem eru nefnd til sögunnar í ákæruskjalinu eru aðeins hluti þeirra barna sem maðurinn er talinn hafa brotið gegn.

Þá hefur maðurinn verið ákærður fyrir að taka myndir, með falinni myndavél, af nöktum börnum, aðallega drengjum, á aldrinum 6 til 9 ára í sundlaugum í Albertslund og Brøndby. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa verið með rúmlega 10.000 barnaklámsmyndir í vörslu sinni og tæplega 1.500 myndbönd með barnaklámi.

Saksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til ótímabundinnar vistunnar í fangelsi en það er þyngsta refsing sem möguleg er í Danmörku. Slíkrar refsingar er aðeins krafist yfir afbrotamönnum sem taldir eru mjög hættulegir umhverfi sínu.

Stjórnendum leikskólans, sem maðurinn starfaði á, hefur verið vikið úr starfi á meðan yfirvöld fara betur yfir mál leikskólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí