fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

Íslenskar konur tjá sig um reynslu sína af fóstureyðingum: „Mér fannst ég verða að svo lítilli manneskju í stólnum“

Samfélagið hvetur konur til að finna til sektarkenndar fyrir að hafa rofið meðgöngu – „Þetta á bara að vera okkar val“

Auður Ösp
Föstudaginn 23. febrúar 2018 22:00

„Mér fannst eitthvað skrítið við það að mér leið ekki illa yfir þessu, af því ég hafði alltaf heyrt að þetta væri svo rosalega erfið lífsreynsla,“ segir Elísabet ung íslensk kona sem fór í fóstureyðingu. Hún hefur aldrei séð eftir þeirri ákvörðun en kveðst hafa mætt því viðmóti frá samfélaginu að hún „eigi“ að upplifa sektarkennd fyrir að hafa bundið enda á meðgöngu.

Elísabet er ein þriggja kvenna sem rætt er við í myndbandaröð Völvunnar en Völvan er verkefni þriggja ungra kvenna, Ingu Bjarkar Bjarnadóttur, Ingigerðar Bjarndísar Ágústsdótttur og Önnu Lottu Michaelsdóttur og snýr meðal annars að líkamsvirðingu, kynferðisofbeldi, getnaðarvörnum, kynlífi, sjálfsfróun og barneignum. Þessa vikuna snýst umræðan um fóstureyðingar en í yfirlýsingu á facebooksíðu Völvunnar segir:

„Sem betur fer eru þær löglegar hér á landi, en umræðan um þær virðist einkennast af skoðunum heilbrigðiskerfisins, stjórnmálafólks og femínista. Þær eru ræddar í einskonar tómarúmi og einstaklingurinn sem fer í fóstureyðinguna er ónefnd þriðja persóna. Nú viljum við að fólk sem hefur farið í fóstureyðingu ræði þær.

„Já ókei, og var það ekki erfitt fyrir þig?“

Í myndskeiðinu rifjar Elísabet upp ferlið frá því hún sótti um og gekkst undir fóstureyðingu og minnist þess að hafa verið spurð í upphafi um ástæðu þess að hún gæti ekki hugsað sér að eignast barn.

„Ég reyndi að útskýra það ekki með félagslegu aðstæðunum mínum til að byrja með. Ég sagði bara: „Af því að ég vil ekki eignast barn. Ég vil bara ekki eignast barn núna.“ – „Já, en af hverju?“ Þá þurfti að skrifa niður ástæðu.“

Elísabet kveðst gefið upp þá ástæðu að hún var í háskólanámi og ekki á réttum stað í lífinu til að geta séð um barn.

„Það var fullnægjandi svar. En það var ekki nóg að segja: „Ég vil ekki eignast barn. Það þurfti að fylgja einhver svona „afsökun.“

Hún bætir því við að hún hafi aldrei séð eftir þeirri ákvörðun að fara í fóstureyðingu eða liðið illa yfir því að hafa farið í aðgerðina. Hún hafi hins vegar upplifað það þannig að viðbrögð hennar væru á einhvern hátt „röng.“ Þegar hún minntist á fóstureyðinguna í samtali við sálfræðing fékk hún til að mynda spurninguna : „Já, ókei og var það ekki erfitt fyrir þig?“

Hún segir sálfræðinginn jafnframt hafa spurt hana hvort hún væri alveg viss um að það angraði hana ekkert að hafa farið í fóstureyðingu. „Hann vildi ekki trúa því að ég væri ekki þjökuð af sektarkennd.“

Hún bendir á upplifun hverrar konu sé einstök og að hver og ein á kona rétt á sínum tilfinningum gagnvart aðgerðinni.

„Þetta er bara eitthvað svona viðhorf sem er til staðar, að það muni alltaf plaga mann endalaust mikið. Og að allar konur muni sjá eftir því. Það eru auðvitað margar sem gera það og það er ekkert að þeim viðbrögðum. En það er heldur ekkert óeðlilegt að finna engar sérstakar tilfinningar til þess. “

Óskaði þess að hún myndi missa fóstrið

Íris Stefánsdóttir stígur einnig fram í myndbandaröð Völvunnar og lýsir upplifun sinni af því að gangast undir fóstureyðingu. Hennar upplifun er þó gjörólík upplifun Elísabetar.

Íris er í dag stolt móðir þriggja stúlkna en „þurfti að hafa svolítið fyrir því“ eins og hún orðar það sjálf. Hún hefur gengið í gegnum fósturlát alls sex sinnum.

„Í hvert sinn sem við vorum að reyna að eignast barn og ég var orðin þunguð þá þar alltaf þessi ótti um að missa fóstrið. Það var mjög sárt og vin þegar það gerðist,“

segir Íris en hún varð óvænt ófrísk eftir að hafa fengið alvarlegt fæðingarþunglyndi. Hún kveðst hafa vonast á þeim tíma að náttúran myndi sjá til þess að meðgangan tæki enda.

„Það var eina skiptið sem ég virkilega vonaðist til þess að nú myndi ég missa.“

Íris þurfti á endanum að gangast undir fóstureyðingu.

„Mér fannst það mjög erfitt. Að þurfa að fara í gegnum nálaraugað. Að fara í viðtöl, og útskýra ástæður mínar, fara til félagsráðgjafa og tala við félagsráðgjafann, tala við lækninn,“

segir Íris og bætir við:

„Mér fannst ég verða að svo lítilli manneskju í stólnum, mér fannst ég sökkva niður í stólnum. „Vá, hér er ég komin, þessi gallaða kona að biðja um fóstureyðingu.“

Hún segir fóstureyðingu eiga að vera val kvenna.

„Þetta á bara að vera okkar val. Ég hefði ekki getað átt barn á þessum tímapunkti í lífi mínu. Það hefði verið mér mjög erfitt og fjölskyldunni minni og þeim börnum sem ég átti fyrir.“

Í yfirlýsingu Völvunnar kemur fram að aðstandendur verkefnisins voni að reynslusögur kvennanna muni hjálpa öðrum sem þurfa að taka þessa ákvörðun eða vinna úr eftirmálum hennar.

„Helst vonum við að fólk sem mun aldrei þurfa að fara í fóstureyðingu geti sett sig örlítið betur í spor þeirra sem þurfa að takast á við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

18 ára piltur dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón

18 ára piltur dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón
Fréttir
Í gær

Sonur Önnu verður fyrir einelti á Íslandi: „Það er verið að segja ljót orð við hann og taka dótið hans“

Sonur Önnu verður fyrir einelti á Íslandi: „Það er verið að segja ljót orð við hann og taka dótið hans“
Fréttir
Í gær

Fjórir sjúklingar smitast af ýmsum sýkingum á Landspítalanum daglega

Fjórir sjúklingar smitast af ýmsum sýkingum á Landspítalanum daglega
Fréttir
Í gær

Ölvaður maður veittist að fólki – Fjöldi ökumanna í vímu

Ölvaður maður veittist að fólki – Fjöldi ökumanna í vímu
Fyrir 2 dögum

Elsie, Norman og Bessie

Elsie, Norman og Bessie
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn ríkasti maður Íslands fékk felldar niður skuldir upp á 33,7 milljarða

Einn ríkasti maður Íslands fékk felldar niður skuldir upp á 33,7 milljarða