fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri

Auður Ösp
Sunnudaginn 16. desember 2018 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ósköp venjulegur náungi frá Barcelona sem ákvað að flytja til Íslands og hitta álfana. Það fór ekki eins og var áætlað, ég endaði á að vinna á pylsustað. Ég hata rútínu, að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur á hverjum degi, hugsanir að þú gætir gert mun meira við líf þitt.“

Þetta segir Kristian Banshee sem starfaði í The hod dog stand í Austurstræti. Kristian sem er frá Barcelona birti myndskeið á Youtube þar sem hann greinir frá því hvernig var að vinna á staðnum. Reynsla hans af því var langt í frá ánægjuleg  samkvæmt því sem fram kemur í myndskeiðinu. Starfið hafi orðið leiðinlegt með tímanum, rútínan of mikil og hann hafi í kjölfarið orðið drykkjumaður, sokkið í þunglyndi og í tvígang reynt að drepa sig. Myndskeiðið birti Kristian á YouTube og þá hefur því einnig verið deilt á Reddit þar sem það hefur vakið gríðarlega athygli.

Fékk aðvörun fyrir að vera dónalegur við viðskiptavini

Kristian segir að pylsur séu eitt af vörumerkjum Íslands. Allir ferðamenn fái sér minnst eina þegar þeir sæki landið heim, þær séu í raun eins og heróín.

„Flestir viðskiptavina minna voru ferðamenn, og þeim þótti gaman að taka myndir og myndskeið af mér þegar ég var að útbúa pylsurnar handa þeim. Þeir spurðu ekki um leyfi en svo kom fyrir að ég fékk nóg og varð reiður,“ segir Kristian sem kveðst hafa verið varaður við af yfirmönnum sínum fyrir óvarlega framkomu við viðskiptavini.

Reyndi að fremja sjálfsmorð

„Eftir eitt ár í starfi varð ég mjög þunglyndur, ég byrjaði að drekka og varð virkur alkóhólisti. Það hjálpaði mér auðvitað ekki, svo ég sökk dýpra í þunglyndi og endaði með að reyna að drepa mig. Ég tók pillur,“ segir Kristian sem birtir myndskeið þar sem hann bæði sviðsetur að éta pillur og hengja sig.

Hann hafi í kjölfarið ákveðið að grípa til sinna ráða. Hann fékk sér hjól og ákvað að ferðast um landið.

„Mér líkar alls ekki að ferðast um hjólandi að skoða náttúruna en ég hafði séð myndskeið á Instagram þar sem fólk virtist hamingjusamt á slíkum ferðalögum,“ segir Kristian og hefur þessa ráðleggingu ef allt er farið í hundana:

„Þegar allt lítur út fyrir að vera farið til fjandans, sestu upp á hjól, ferðastu um heiminn og eltu drauma þína, hvað sem það nú þýðir,“ segir Kristian í myndskeiðinu og lofar fleiri myndskeiðum frá ferðalagi sínu. Í myndskeiðinu segir hann:

„Þetta verður erfitt, enginn mun hafa trú á mér, halda að ég muni deyja en ég er nú þegar búinn að reyna að drepa mig svo mér er sama um skoðanir annarra. Það yrði þó alla vega áhugaverðara enn að vinna í pylsustandi. Kannski mun eitthvað breytast í lífi mínu.“

Kristian bætir við:

„Ég ætla að ferðast um Ísland á hjóli, yfir veturinn, ég mun birta myndskeið og þó ég sé enn að jafna mig eftir að hafa reynt að fremja sjálfsmorð, þá trúi ég að ég geti breytt lífi þínu. Þetta verður magnað og þú munt elska þetta.“

Byrjaði að drekka vegna þunglyndis

Vekur athygli á Reddit

Áður en Kristian kom til Íslands ferðaðist hann um hin Norðurlöndin. Frá því greinir hann á Reddit. Birti Kristian myndskeiðið af Youtube þar og hefur það vakið eins og áður segir athygli enn er þó nokkuð umdeilt.  Spilaði á gítar á götum úti til að reyna ná sér í aur og svaf í tjaldi. Hann segir að það sé ekki hægt á Íslandi, veturnir séu of harðir. Hann hafi orðið að verða sér úti um vinnu og starf í pylsustandi hafi verið það eina í boði. Hann hafi síðan verið lengur á Íslandi en hann hafi ætlað sér í upphafi. Hann kveðst eiga von á að yfirgefa landið fljótlega, hann eigi erfitt með hversu einangrað landið sé. „Ég fór eitt sinn héðan í sumarfrí til Englands. Mér leið eins og ég hefði verið að koma úr helli.“

Þá segir hann flesta viðskiptavini vera erlenda og hann kunni nokkur orð í íslensku en tali ensku við viðskiptavini:

„Stundum verða Íslendingar móðgaðir og bjóða mér að yfirgefa landið, en það eru eiginlega bara gamlir fúlir karlar sem haga sér þannig., sérstaklega þessir jakkafataklæddu.“

Kristian kveðst hafa það mun betur núna en sé þó á leið úr landi.

Þá er Kristian spurður um skoðun sína á Íslandi:

Okkur er sagt að hér geti allir draumar ræst. Náttúran er mögnuð en það er líka atvinnuleysi hér. Í augnablikinu höfum við þrjá tíma af sólskini og vindurinn hér gerir mann brjálaðan. Ætli þetta sé ekki ástæðan fyrir því að Íslendingar taki mest af þunglyndislyfjum miðað við höfðatölu. Flestir Íslendingarnir sem ég vinn með taka slík lyf.“

Þá kveðst hann hafa fengið nóg af ferðamönnum sem taka myndir án þess að biðja um leyfi og tala endalaust um pylsur og Bill Clinton.

„Ég hef unnið nokkur ömurleg störf og þetta hefur verið sérstaklega erfitt. En það er eiginlega ekki erfitt að þjónusta Íslendinga. Ferðamennirnir eru erfiðari, þér líður eins og þú sért að vinna í skemmtigarði.“

Kristian greinir svo frá því að ferðalagi hans um landið sé í raun lokið. Það hafi tekið þrjár vikur. Veðrið hafi verið ágætt en erfiðast að takast á við myrkrið og langar vegalengdir svo stundum varð hann að tjalda úti í vegkanti því hann náði ekki að komast til næsta bæjar.

„Þetta var mikil lífsreynsla en ég myndi aldrei gera þetta aftur, alla vega ekki í þessu veðri.“

DV hafði samband við The hot dog stand. Starfsmenn þar könnuðust við Kristian en upplýstu að hann hefði ekki verið við störf í nokkurn tíma. Ekki náðist í Kristian sjálfan en hér má sjá myndskeiðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus