fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. desember 2018 17:35

Kattarmyndbandið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að sitja síðan klukkan fjögur í nótt og svara skilaboðum frá fólki og biðjast afsökunar aftur og aftur,“ segir Jóhann Þór Arnarson í samtali við DV. Myndskeið sem sýnir Jóhann Þór handleika dauðann kött hefur vakið gífurlega hörð viðbrögð eftir að það fór í umferð á Facebook í gærkvöldi og hefur farið sem eldur í sinu um Facebook. Á myndbandinu má sjá Jóhann Þór sveifla hræinu, hlæja og grínast. Í samtali við blaðamann segist Jóhann Þór sjá mikið eftir uppátækinu og hefur ítrekað beðist afsökunar. Atvikið átti sér stað fyrir fjórum mánuðum. Jóhann tók köttinn upp í bílinn eftir að vinur hans hafði óvart ekið yfir köttinn.

Upphaf málsins má rekja til þess að Jóhann Þór birti myndskeiðið inni á lokuðum hópi á Facebook. Myndskeiðið rataði fljótlega inn á Facebookhópinn Kettir á Facebook, aðdáendur katta og allir dýravinir. Miklar umræður spruttu upp í kjölfarið og er ljóst að mörgum meðlimum er heitt í hamsi. Fjölmargir lýsa yfir reiði sinni og sumir hverjir segjast hafa tárast við áhorfið. Nokkrir lýsa yfir vilja sínum til að ganga í skrokk á Jóhanni Þór eða jafnvel taka hann af lífi. Jóhann Þór er sjálfur miður sín vegna myndskeiðsins.

Í athugasemd undir færslunni birtist svar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en þar kemur fram að athæfi Jóhanns varði ekki við lög um dýravernd.

 

„Persónulega þá finnst mér þetta mjög asnalega gert af mér. Ég hefði aldrei átt að taka þetta upp og birta á lokaðri grúbbu á facebook,“ segir Jóhann Þór í samtali við DV. Hann segist jafnframt vilja koma réttri útgáfu af sögunni á framfæri.

Jóhann Þór segist hafa verið á ferð með tveimur vinum sínum nálægt Hvaleyrarvatni fyrir ofan Hafnarfjörð. Segir hann atvikið hafa átt sér stað fyrir rúmlega fjórum mánuðum.

„Það hljóp köttur í veg fyrir bílinn. Við stoppuðum bílinn og fórum að athuga með köttinn. Hann var greinilega dáinn, og það var alveg ljóst að var ekki hægt að gera neitt fyrir hann eða reyna að endurlífga hann,“

segir Jóhann Þór og bætir við að kötturinn hafi ekki verið örmer

Jóhann Þór segir köttinn hvorki hafa verið með ól né örmerktur. „Við settum hann í blátt plast og fórum með hann aftur í bílinn. Vinur minn var svo miður sín að hafa keyrt á köttinn. Einhverra hluta vegna ákvað ég að reyna að koma honum í betra skap með að taka köttinn upp og gera þessa hluti með hann. Við fórum svo heim með köttinn og þrifum af honum blóðið. Síðan hringdum við á lögregluna til að geta afhent þeim hann.“

Aðspurður segist Jóhann Þór hafa verið undir áhrifum áfengis þetta kvöld. „En ég er alls ekki að það nota sem afsökun að ég hafi verið fullur.“

Á myndskeiðinu má heyra Jóhann Þór segja að hann hafi kastað kattarhræinu í vin sinn. Í samtali við blaðamann segir hann að það hafi þó ekkert gerst. „Það var meira bara upp á videoið að gera.“

Jóhann Þór tekur það skýrt fram að hann hafi ekki drepið köttinn, en margir hafi gefið sér það, miðað við þær athugasemdir sem fallið hafa á Facebook. Þá segist hann ekki líta á gjörðir sínar sem dýraníð. „Ég er alin upp í sveit og er vanur að vera í kringum dauð dýr. Fyrir mér er þetta ekki dýraníð. Ég er mjög mikill dýravinur.“

Núna eru sumir að segja að þetta sé óvirðing við dýrið og við eiganda þess, hvað finnst þér um það?

„Ég er alveg sammála, þetta er gífurleg óvirðing. En ef eigandinn finnst og vill hafa samband við mig þá hvet ég hann til þess. Ég vil endilega biðja hann afsökunar.“

Eftir að DV ræddi við Jóhann Þór birti hann yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Hún er svohljóðandi:

Vill taka mér tíma og biðja alla sem hafa þurft að sjá þetta ógeðslega video af mér meðhöntla dauðann kött afsökunar, þig egið ekki skilið að þurfa að sjá eitthvað svona þegar það er rétt að detta í jól og langar mig að taka það framm að ég hef tilkynnt málið til lögregu og tekið viðtal við DV þar sem þeir munu greina söguna betur.

Ég skil að fólk sé móðgað af þessu videoi og biðst ég aftur afsökunar á því. Hér er mín saga, ég og félagi minn vorum að keyra hjá Hvaleyrarvatni og kötturinn hljóp í veg fyrir bílinn, ég laug í videoinu að ég hafi kastað kettinum í ökumanninn, kötturinn var látinn þegar hann var settur inní bíl og ekki möguleiki á endurlífgun, ég teigi mig afturí og meðhöntla köttinn á mjög óviðeigandi hátt til að reina að hressa félaga minn við sem var í sjokki eftir að keyra á köttinn eftir að videoið var tekið var farið með köttinn til að þrífa af honum blóðið og afhenta hann til lögreglu.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv