Eldur í Trump-turninum

Mynd: Skjáskot/Twitter

Eldur kviknaði í þaki Trump-turnsins í New York í morgun. Sjónarvottar á Manhattan hafa tekið myndir af miklum reyk sem kemur úr þakinu. Ekki liggur fyrir orsök eldsins en slökkvilið New York-borgar staðfesti við fjölmiðla að eldurinn hafi kviknað kl. 7 í morgun að staðartíma. Bæði íbúðir og fyrirtæki eru í byggingunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.