Völva DV: Hneykslismál í kringum auðmenn og nýtt æði meðal ungmenna veldur áhyggjum

Árið 2018 verður tíðindamikið samkvæmt Völvu DV

Blaðamaður heldur á fund spákonunnar sem reyndist svo sannspá á síðasta ári. Hún býr í litlu grænmáluðu húsi rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hún kemur til dyra og heilsar hlýlega og býður blaðamanni til stofu. Sem fyrr er kristalskúlan góða á stofuborðinu. Það er vistlegt og jólalegt hjá völvunni sem segir blaðamanni að hún sé mikið jólabarn og hafi alltaf verið. Hún býr ein en eiginmaður hennar lést fyrir einhverjum árum.

Aðspurð segist hún halda jólin hátíðleg á heimili sonar síns og tengdadóttur í Kópavogi. Blaðamaður fær sér sæti í IKEA-sófanum og völvan sest andspænis honum. Eins og á síðasta ári vekja augu völvunnar sérstaka athygli blaðamanns, þau eru ekki bara góðleg, það er hreinlega eins og þau sjái í gegnum holt og hæðir.

Hneykslismál kringum auðmenn

Nokkrir af auðmönnum Íslands munu rata í fréttir vegna lífsstíls sem er í æpandi mótsögn við líf hins venjulega Íslendings. Völvan sér leiðindahneykslismál hjá tveimur þeirra og afleiðingarnar verða alvarlegar. Þegar blaðamaður vill forvitnast meira um þau mál hristir hún höfuðið og segir að allt muni þetta koma í ljós en þarna muni mikil svikamylla opinberast. Málið verður lögreglumál sem endar með fangelsisdómum.

Æði meðal ungmenna

Nýtt æði mun ríkja hjá ungmennum landsins síðla vors tengdu hættulegu athæfi. Myndbönd fara í dreifingu á samfélagsmiðlum og foreldrar munu þrýsta á lögreglu að grípa inn í. Útbúin verður herferð á vegum embættismanna sem mun ekki hitta í mark meðal ungmenna. Unglingur mun slasa sig lítils háttar á efri hluta líkamans og verður það til að æðið deyr niður.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.