fbpx
Fréttir

4 ára stúlka byrjaði að hegða sér undarlega á veitingastað – Mistök þjónsins orsökuðu þessa undarlegu hegðun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 07:55

Skömmu fyrir jól fór þriggja manna fjölskylda á veitingastaðinn Frankie & Benny‘s í Burtonwood á Englandi. Þetta voru Mark Thomas og unnusta hans Kathryn Wilson og fjögurra ára dóttir þeirra, Evelyn. En heimsóknin fór allt öðruvísi en vonast var til.

Mirror skýrir frá þessu. Þegar fjölskyldan kom á veitingastaðinn var Evelyn orðin nokkuð þyrst og því pöntuðu foreldrarnir ávaxtasafa, sem heitir Fruity Sunrise, handa henni. Safinn var borinn á borð ásamt matnum og beið Evelyn ekki boðanna og fékk sér stóran sopa eða um þriðjung safans.

Síðan ýtti hún glasinu frá sér og gretti sig. Foreldrarnir héldu að hún væri bara að þykjast vera matvönd og hvöttu hana því til að drekka meira af safanum og það gerði hún.

En skyndilega kom þjónn á harðahlaupum til þeirra og sagði þeim að mistök hefðu verið gert. Í stað þess að bera óáfengan barnasafa á borð fyrir Evelyn hafði hún verið látin fá áfengan kokteil. Kokteillinn innhélt meðal annars vodka og ferskjusnafs.

Mark sagði í samtali við Mirror að Evelyn hafi hegðað sér mjög undarlega eftir að hafa drukkið kokteilinn, hún átti erfitt með að ganga beint, bjó til brandara í gríð og erg og hló mikið að sjálfri sér þegar hún stóð fyrir framan spegilinn á salerni veitingastaðarins.

Talsmaður veitingastaðarins hefur beðist afsökunar á þessu óhappi en Mark er ekki alveg sáttur við það og segir að grípa verði til frekari aðgerða á veitingastaðnum til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur. Hann vill að byrjað verði að bera barnasafa fram í sérstökum plastglösum eða að notuð verði sérmerkt barnaglös til að koma í veg fyrir að þjónarnir ruglist á glösum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum