fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Playboy fyrirsæta kolfallin fyrir landi og þjóð: Birtir myndir af sér nakinni í íslenskri náttúru

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. maí 2018 17:30

Ljósmynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég átti von á því Ísland myndi vera ótrúlegt en hver andskotinn, þessi staður er YFIRNÁTTÚRULEGUR!,“ ritar Sarah Jean Underwood fyrrum Playboy fyrirsæta en hún bættist í hóp Íslandsvina á dögunum. Sarah er ágætlega þekkt vestanhafs sem fyrirsæta, sjónvarpskynnir og leikkona en þekktust er hún fyrir að hafa verið kosin „leikfélagi“ ársins hjá Playboy tímaritinu árið 2007.

Fyrirsætan er afar vinsæl á samfélagsmiðlinum Instagram en rúmlega 8,9 milljón manns fylgjast þar með ævintýrum hennar. Af myndunum að dæma er hún dugleg að flakka um heiminn en hún heimsótti Ísland á dögunum og kolféll fyrir landi og þjóð. Því er ljóst að um ágætis landkynningu er að ræða en mörg hundruð þúsund manns hafa smellt „læk“á  ljósmyndir hennar frá Íslandsförinni.

„Hversu fallegir eru þessir íslensku hestar,“ spyr fyrirsætan í texta við eina myndina  og bætir við í gríni að hestarnir séu með fagurri hármakka heldur en hún sjálf.

Á annarri mynd má sjá fyrirsætuna á Evuklæðunum í náttúrulaug og bendir hún á að það sé sjálfsagt að  vera „au naturel“ og sleppa sundfötunum þegar maður baðar sig í náttúrunni.

Hún notar um leið tækifærið og hneykslast á stefnu Instagram varðandi myndbirtingar á geirvörtum kvenna og kveðst hafa þurft að eiga við myndina í myndvinnsluforriti svo hægt væri að birta hana á miðlinum.

Þá virðist hún hafa verið hrifin af íslensku tofkofunum og bætir hún við að Íslendingar „verði greinilega að hugsa skapandi í þessu loftslagi sem þeir búa við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv