fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Gísli Marteinn gagnrýndur fyrir meintar niðrandi athugasemdir: „Er þessi kjóll ekki óvenjulega fleginn?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 13. maí 2018 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er þessi kjóll ekki óvenjulega fleginn? Ekki að ég hafi eitthvað á móti því, þetta er bara athugasemd,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson, Eurovision-kynnir, um einn af kynnunum í Eurovision-útsendingunni í gærkvöld. Viðhafði hann síðan svipaða athugasemd um aðra konu. Ummælin hafa vakið blendin viðbrögð og farið fyrir brjóstið á einhverjum.

Í Facebook-hópnum Feministaspjallið er þetta tekið til umræðu og samtals 53 ummæli eru undir stöðufærslu þar sem vakin er athygli á athugasemdum Gísla. Flestum þátttakendum í umræðunni þótti þetta fremur leiðinlegar athugasemdir og sumir vilja fara að skipta um Eurovision-kynni.

Taktlaus, óþörf og leiðinleg athugasemd eru meðal einkunna sem þessi ummæli sjónvarpsmannsins fá. Ein kona bendir á að Gísli hafi sagt þetta um tvær konur sem klæddust flegnum kjólum í útsendingunni og því hafi varla verið um tilviljun og slysni að ræða. Önnur kona telur að Gísli sé of hvatvís. Einn þáttakandi í umræðunum bendir þó á að konurnar hafi vissulega verið í óvenjulega flegnum kjólum. Aðrir þátttakendur ítreka að athugasemdirnar hafi verið fullkomlega óþarfar engu að síður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim