„Bróðir minn er skemmtilegur, áhugasamur og hann langar að gera margt í lífinu, en þarf því miður að berjast fyrir tilvist sinni og að fá að gera það sem hann langar að gera,“ segir Lena Stefánsdóttir en hún telur bróður sinn hafa verið mismunað af menntakerfinu vegna fötlunar. Þetta kemur fram í pistli sem birtist á vef Kvennablaðins.
Bróðir Lenu, Oddur Stefánsson fæddist alheilbrigður en varð fyrir alvarlegu slysi 6 mánaða að aldri. Hann er í dag blindur auk þess sem hann er greindur með fjórlömum sem veldur hreyfiskerðingu í öllum út. Hann er þó alheilbrigður í kollinum að sögn Lenu en hann hefur þurft að mæta ýmsum hindrunum í gegnum ævina.
Nefnir hún sem dæmi að þegar Oddur var 13 ára gamall var honum synjað um gítarnám.
„Hann hefur spilað á gítar frá sex ára aldri en þegar hann var 13 ára langaði hann að læra betur á gítar, þar á meðal fingrasetninguna og skráði sig í kjölfarið í nám hjá Tónsölum. Þar sem hann er örvhentur og gítarinn liggur í kjöltu hans sá tónlistarskólinn sér ekki fært að kenna honum og ráku hann úr skólanum. Þrátt fyrir þessa höfnun hélt bróðir minn áfram að spila á gítarinn sinn,“ ritar Lena en síðar meir fékk Oddur þó tækifæri til að stunda tónlistarnám við Gítarskóla Íslands.
Þá nefnir hún einnig sem dæmi að á sínum tíma hafi Sjónstöð Íslands neitað Oddi um svokallaðan talgervil, á þeim forsendum að hann gæti ekki notað lyklaborðið. Oddur var engu að síður búinn að læra að nota lyklaborð þrátt fyrir að vera blindur.
Oddur byrjaði í Öskjuhlíðarskóla árið 2005 og fékk þá loks talgervil að Lena bendir á kennararnir hafi ekki fengið neinar leiðbeiningar eða stuðning frá Sjónstöðinni til að geta miðað kennslu til Odds á faglegan hátt. Það þurftu þeir að gera upp á sitt einsdæmi.
„Auðvitað eru margir fatlaðir einstaklingar sem fá þá aðstoð sem þeir þurfa en í þau skipti sem fólk vantar aðstoð en fá ekki er óboðlegt.“