fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Sjaldgæft krabbamein herjar á íbúa í tveimur litlum bæjum – vísindamenn klóra sér í kollinum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. maí 2018 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti átján einstaklingar hafa að undanförnu greinst með mjög sjaldgæfa tegund krabbameins. Um er að ræða sortuæxli í auga en þessi tegund krabbameins greinist aðeins í um sex einstaklingum fyrir hverja milljón.

Það sem vekur einna mesta athygli er að allir þessir átján einstaklingar tengjast tveimur tiltölulega litlum bæjum í Bandaríkjunum; Huntersville í Norður-Karólínu og Auburn í Alabama.

Meðal þeirra sem hafa greinst með þessa tegund krabbameins eru þrjár vinkonur sem allar kynntust í háskólanum í Auburn: Juleigh Green, Allison Allred og Ashley McCrary. Allar eru þær í meðferð við sjúkdómnum og er óvíst með bata.

Marlana Orloff, augnsérfræðingur við Thomas Jefferson University í Philadelphia, hefur skoðað málið. Hún bendir á í samtali við CBS að velflestir kannist ekki einu sinni við einstaklinga sem hafa greinst með þessa tegund krabbameins. Telur hún að líklega sé ekki um neina tilviljun að ræða en enn sem komið er vita læknar og vísindamenn ekki hvers vegna þessi tegund krabbameins herjar á íbúa þessara litlu svæða.

Þessi tegund krabbameins í auga er mun sjaldgæfari en til dæmis sortuæxli í húð, en þó er vitað að áhættuþættir eru til dæmis ljós húð, ljós augu og útfjólubláir geislar, til dæmis úr ljósabekkjum. Meðaaldur þeirra sem greinst hafa er 55 ár en vinkonurnar í Alabama voru á aldrinum 27 til 32 ára þegar þær greindust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“