fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Öryrki eftir vinnuslys á Serrano – Sagt að „vera ekki að gráta“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vátryggingafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða konu, fyrrum starfsmanni veitingastaðarins Serrano bætur upp á rúmlega eina milljón króna vegna vinnuslyss. Konan varð fyrir meiðslum í baki þegar hún var að lyfta 25 kg saltpoka upp á kerru í miðlægu eld­­­­húsi. Vátryggingafélagið hafnaði bótakröfu hennar og hélt því fram að frásögn hennar af umræddu atviki væri tilbúningur.

Slysið átti sér stað í desember árið 2013 en ágreiningur málsins snerist um það hvort að konan hefði lyft þung­­­­­um poka upp á kerru og hún rekið sig í aðra kerru, og skrik­að við það fótur, eins og hún hélt fram, eða hvort atvikin hafi aðeins verið með þeim hætti að hún hefði verið að lyfta þungum poka upp á kerru án nokkurs utanað­kom­­­­andi atburðar í skilningi slysa­hugtaksins.

Konan leitaði til læknis á Læknavaktinni að kvöldi þriðjudagsins 3. desember 2013 og reyndist hún vera óvinnufær. Fyrir dómi voru lögð fram sex læknis­vottorð, eitt frá Lækna­vaktinni, dagsett 3. desember 2013, og fimm frá Heilsugæslunni Sól­vangi, dag­sett 23. des­­ember 2013, 13. janúar 2014, 7. og 24. febrúar 2014 og 28. mars 2014. Í vott­orðunum frá 3. og 23. desember 2013 og 28. mars 2014 greinir að ástæða óvinnu­­­færni hafi verið sjúk­­­dómur en í hin­­um þremur vottorðunum greinir að óvinnu­­­­færni hafi verið vegna vinnu­slyss.

Konan taldi að rang­­lega hefði verið merkt við óvinnufærni af völdum sjúkdóms í læknisvottorðum, sem annaðhvort mættirekja til mis­taka læknis eða tungumálaörðugleika, en hvorki konan né þáverandi eigin­maður hennar, sem hafði fylgt henni til læknis, töluðu íslensku og enskukunnátta þeirra var takmörkuð. Tímabundin örorka hennar hafi verið metin 100 prósent  frá 3. des­­ember 2013 til 31. mars 2014 og varan­leg læknisfræðileg örorka hennar hafi verið metin 5 prósent.

Byggði konan bótakröfu sína á því að um hefði verið að ræða skyndi­­­­­­­legan utanaðkomandi atburð og vísaði til að þess að hún félagsmaður í Eflingu-stéttarfélagi þegar krafa hennar stofnaðist.

VÍS byggði sýknukröfu sína á því að ekki væri sannað að atvikið hefði verið slys samkvæmt skilmálum félagsins fyrir slysatryggingu launþega. Tryggingafélagið taldi ósannað sé að at­vikið hefðu verið með þeim hætti sem konan hélt fram, það er að hún hafi rekið sig í aðra kerru þegar hún var að lyfta saltpokanum, skrikað við það fótur og fengið hnykk á bakið. Bent var á að aðeins lægi fyrir að baktognun konunnar hefði hlotist af því einu að lyfta upp saltpoka með tilheyrandi átaki og álagi á bak konunnar án þess að nokkuð utan­­aðkomandi ylli tognuninni.

Þá benti félagið á að allan vafa um það hvort um­­­rætt atvik hefði verið skyndilegur utanaðkomandi atburður og þar með slys ætti að meta konunni í óhag þar sem hún hefði ekki upplýsti yfirmann sinn eða for­svarsmenn vá­­tryggingartaka um meintan slysatburð fyrr en tveimur og hálfum mán­­uði síðar, en þá hafi verið búið að segja henni upp störfum vegna skipulags­breytinga.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að að upp­hafleg tilkynning Serrano ehf. til vinnu­eftir­­lits­ins, þar með talin atvikalýsing, hafi verið sam­kvæmt frá­sögn konunnar. Með því að skrá atvika­­­lýs­inguna og senda á eyðublaði til vinnueftirlitsins hafi fyrirtækið í raun ekki verið að taka afstöðu til þess á þeim tíma hvort atvika­­lýs­ingin væri rétt eða röng.

Þá var það mat dómsins að ekkert lægi fyrir um það hvort misræmi í skráningu á óvinnu­færni konunnar væri vegna tungu­mála­örðugleikum í sam­skiptum við læknana eða hvort það er af öðrum ástæð­um. Því væri ekki hægt að draga einhlíta álykt­un af þessum gögnum um að konan hefði ekki orðið fyrir meiðslum af völdum slyss við vinnu umræddan dag.

Þá var tekið mið af frásögn samstarfskonu konunnar sem varð vitni að atvikinu. Hún var spurð að því hvort konunni hefði skrikað fótur eða hún runnið til og kannaðist hún ekki við að svo hefði verið heldur hefði konan rekið sig utan í aðra kerru á meðan hún var með pokann í hönd­­­­­unum. Þá bar  hún einnig um það fyrir dómi að konan hefði síðar um daginn komið að máli við yfirmann sinn á vinnustaðnum og greint honum frá því hvað hefði gerst. Það eina sem yfirmaðurinn hefði gert hefði verið að hugga hana og segja henni að „vera ekki að gráta.“

Dómurinn taldi sannað að konan hefði í starfi sínu, þegar hún var að lyfta um­­rædd­um saltpoka upp á kerru, rekið sig óviljandi utan í aðra nálæga kerru og það hafi orðið til þess að hún fékk hnykk á bakið. Dóm­urinn telur hins vegar ósannað að henni hefði skrik­­að fótur á meðan hún var að lyfta pok­anum við það að reka sig utan í kerruna. Var VÍS því gert að greiða konunni 1.066.062 krónur með dráttarvöxtum auk 1.573.187 krónur vegna málskostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni