fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Þjófurinn gekk í jarðarberjagildruna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem leggja afbrot fyrir sig verða að vera undir flest búnir og verða alltaf að búast við að dyr geti lokast að baki þeim. Það var einmitt það sem gerðist þegar tvítugur þjófur lét enn einu sinni til skara skríða í sölubás jarðarberja á norðanverðu Jótlandi í Danmörku.

Maðurinn hafði margoft stolið peningakassanum úr sölubásnum en hann er ómannaður. Treyst er á heiðarleika fólks og að það greiði fyrir jarðarberin þegar þau eru tekin úr sölubásnum. Peningakassi er í sölubásnum og setja viðskiptavinir peninga í hann og greiða sjálfum sér til baka ef þeir eru ekki með rétta upphæð handbæra.

Eigandi sölubássins var orðinn þreyttur á þessum sífelldu þjófnuðum og lá í leyni dag einn þegar þjófurinn kom. Þegar þjófurinn fór inn í sölubásinn brást eigandinn snarlega við og skrúfaði plötu fyrir dyrnar þannig að þjófurinn komst ekki út aftur. Samverkamaður þjófsins lagði þá á flótta í bíl en var greinilega í svo miklu uppnámi að hann ók út af veginum. Hann lagði þá á flótta á hlaupum en ekki gekk það betur en svo að lögreglan náði honum og handtók.

Því næst komu lögreglumenn að sölubásnum og handtóku innilokaða þjófinn. Nordjyske segir að hann hafi nú verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa fjórum sinnum stolið úr peningakassanum í sölubásnum auk misheppnaða þjófnaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar