fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tommy Robinson sparkað úr Salnum: „Munum krefjast skaðabóta og fara í mál“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. apríl 2018 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirhugaður fyrirlestur breska aðgerðasinnans Tommys Robinson sem átti að verða í Salnum í Kópavogi þann 18. maí hefur verið tekinn af dagskrá Salarins og kippt úr miðasölu á Tix.is. Tommy Robinson er umdeildur vegna baráttu sinnar gegn íslamisma og hefur þurft að eyða miklu púðri í að verjast ásökunum um rasisma. Hann er engu að síður afar vinsæll og á mörg hundruð þúsund stuðningsmenn.

Það eru samtökin Vakur og nokkrir einstaklingar utan þeirra sem standa að komu Tommys Robinson til Íslands. Er verið að leita að öðru húsnæði til að hýsa væntanlegan fyrirlestur Englendingsins, en ljóst er að Tommy kemur ásamt fylgdarliði sínu (til dæmis kvikmyndatökumanni) til Íslands um miðjan maí.

Salurinn hefur gefið þá einu skýringu á ákvörðun sinni að misskilningur hafi orðið innanhúss við bókun viðburðarins. Sigurfreyr Jónasson, talsmaður Vakurs, telur ákvörðunina eiga sér pólitískar ástæður, en hópur vinstri sinnaðs fólks á landinu er mjög andsnúinn komu Tommys Robinson til Íslands og telur málflutning hans vera hættulegan.

Í tölvupósti sem Sigurfreyr sendi Aino Freyju Jarvela, forstöðumanni Salarins, í fyrradag, segir meðal annars:

„Ef þetta verður ekki dregið til baka og miðasalan kominn aftur í gang í dag, sé ég ekki aðra leið en að krefjast skaðabóta og fara í mál. Þú getur ekki hætt þegar búið var að ganga frá öllu. Salurinn var sjálfur búinn að skrá þetta inn í kerfið hjá sér og Tix.is. Miðasalan hafði verið í gangi í a.m.k. 3 klst.“

DV sendi Aino fyrirspurn vegna málsins sem hún svaraði:

„Það kom því miður upp misskilningur í bókun á þessum degi sem uppgötvaðist ekki fyrr en um leið og viðburðurinn var kominn í sölu. Þegar misskilningurinn kom í ljós var viðburðurinn snarlega tekinn úr sölu og viðkomandi beðnir velvirðingar. Salurinn er tónleikahús sem býður upp á hágæða tónlist á Íslandi og hefur enga pólitíska afstöðu.“

 

DV sendi Aino aðra fyrirspurn og bað um frekari skýringu á ákvörðuninni, það er ef hún væri ekki pólitísk, hver væri þá ástæðan. Aino svaraði: „Þetta er misskilningur sem varð hér innanhúss og í sjálfu sér ekkert meira um það að segja.“

Sem fyrr segir er Tommy Robinson afar umdeildur vegna baráttu sinnar gegn öfgasinnuðum íslamistum á Bretlandi. Hefur hann verið sakaður um fordóma gegn múslímum sem hann sver af sér og segir að gera verði greinarmun á múslímum og íslam. Hann fordæmir hins vegar trúarbrögðin íslam og pólitíska hugmyndafræði þeirra og hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir það. Tommy hefur lýst yfir ánægju með að vera boðið til Íslands og segist hlakka til að koma til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí