fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Thomas Møller Olsen niðurlútur en neitar enn sök

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, neitar enn sök. Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur rétt í þessu. Skýrslutökur munu fara fram næstu klukkutíma en gert er ráð fyrir að skýrslutaka hans muni standa yfir í nærri níutíu mínútur.

Hann er sagður niðurlútur en hann tjáir sig með aðstoð grænlensk túlks. Á eftir honum mun hinn skipverjinn sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi bera vitni.

RÚV greinir frá þessu. Málið vakti mikla athygli en rannsókn þess var viðamikil og flókin.

Lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra fóru um borð í Polar Nanoq, þar sem togarinn var staddur á milli Íslands og Grænlands, og handtóku Olsen og annan skipverja. Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hinum skipverjanum var sleppt eftir tvær vikur en hann er ekki grunaður um aðild að málinu.

Vísir vitnar í lýsingu Thomas á föstudeginum: „Eftir að við hættum á að vinna síðdegis fórum ég og Inuk og leigðum bíl saman, já það var Inuk, klukkan fimm. Svo fórum við í bíltúr og kíktum í Kringluna og Smáralind. Fengum okkur að borða í Smáralind. Síðan eftir smá bíltúr fórum við niður í skip.

Við fórum í ræktina, en ég man ekki hvar. Eftir æfinguna forum við í smá göngutúr og forum aftur í skipið um klukkan ellefu um kvöldið. Svo sáum við Nikolaj fara niður í bæ aleinan. Svo við skutluðum honum. Það var örugglega í kringum 11:30. Hann var kominn fyrir miðnætti niður í bæ. Hann bað okkur oft að vera með honum en svo forum við aftur í skipið. Svo forum við í sturtu í skipinu, við erum í sitthvorri káetunni.

Ég talaði við kærustuna mína og Inuk talaði við kærustuna sína og Nikolaj heldur áfram að senda okkur á messenger og biðja okkur að koma. Eftir að ég talaði aðeins við kærustuna mína á Facetime þá sofnaði ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv