fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan gerði húsleit í íbúð múslimaklerks vegna árásanna í Barcelona

Flestir árásarmennirnir handteknir eða látnir – Ætluðu að nota gaskúta til árása

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. ágúst 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska hryðjuverkalögreglan réðst í gær inn í íbúð múslímaklerksins Abdelbaki es Satty í bænum Ripoll sem er skammt frá Barcelona. es Satty predikaði í mosku þar sem flestir safnaðarmeðlimir eru frá Marrokkó. Safnaðarmeðlimir segjast mjög slegnir yfir fréttunum af hryðjuverkunum á í Barcelona en es Satty er talinn vera höfuðpaurinn að baki árásinni sem hafði verið undirbúin í langan tíma.

Ali Yassine, forstöðumaður moskunnar, segir að fréttirnar hafi verið mikið áfall fyrir söfnuðinn. Abdelbaki es Satty og aðrir tilræðismenn úr árásinni eru sagðir hafa sótt guðsþjónustur í moskunni. Grunaður bílstjóri sendibílsins sem ók á gangandi vegfarendur á breiðgötunni Ramblan í Barcelona með þeim afleiðingum að 13 létu lítið og yfir 100 slösuðust, er talinn vera Younes Abouyaaqoub, 22 ára gamall, en lögreglan hefur enn ekki haft hendur í háris hans. Sky-fréttastofan ræddi við frænku hans sem sagði að fréttirnar hefðu komið allri fjölskyldunni mjög á óvart og engan hafi grunað að hann væri að undirbúa hryðjuverk.

Samfélag múslíma frá Marokkó í Ripoll kom saman í gær til að lýsa yfir andstyggð sinni á hryðjuverkunum í Barcelona.

Tvö lík finnst í hryðjuverkamiðstöð

Flestir mennirnir sem standa að baki árásunum í Barcelona hafa verið skotnir til bana eða handteknir, þó ekki bílstjórinn Younes Abouyaaqoub og höfuðpaurinn Abdelbaki es Satty. Hins vegar greinir Sky frá því að tvö lík hafi fundist í rústum húss sem sprakk í loft upp í bænum Alcanar. Húsið er talið hafa verið miðstöð hryðjuverkamannanna. Þar inni hafa fundist 120 gaskútar sem talið er að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað að nota til árása. Ekki hafa verið borin kennsl á líkin en þau gætu verið af mönnunum eftirlýstu, Younes Abouyaaqoub og Abdelbaki es Satty.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí