fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Brynjar ekki hlynntur MMA banni: „Ég tel að fullráða fólk eigi að ráða yfir líkama sínum“

Íþrótt eða ofbeldi? – Ennþá bannað að keppa í MMA hér á landi – Gunnar Nelson ítrekað sagður vera hættuleg fyrirmynd

Auður Ösp
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki ólíkur femínistum að því leyti að ég tel að fullráða fók eigi að ráða yfir líkama sínum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann er ekki einn þeirra sem telur að banna skuli bardagaíþróttina MMA hér á landi. Sitt sýnist hverjum um réttmæti MMA en Brynjar bendir á að hver og einn hafi umráðarétt yfir líkama sínum, og hafi þar með einnig frelsi til að gera hluti sem ekki eru öllum þóknanlegir.

Engin eiginleg lög banna MMA hér á landi en iðkendur þurfa engu að síður fara erlendis til að öðlast keppnisreynslu. Til samanburðar má nefna að MMA var bannað hjá frændum vorum í Svíþjóð frá 1970 til ársins 2007 en banninu var aflétt árið 2008 og síðan þá hafa nokkrir UFC-viðburðir verið skipulagðir í Svíþjóð, meðal annars UFC Fight Night 53 í Stokkhólmi. Í viðtali við MMA Viking fyrr á árinu sagði Gunnar Nelson, einn þekktasti baradagakappi landins að hann væri bjartsýnn á að banninu yrði aflétt.

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.

„Það er í vinnslu en breytingar sem þessar eru hægfara,“ sagði Gunnar og bætti við á öðrum stað: „Íslendingar eru frekar íhaldssamir þegar kemur að ofbeldisfullum íþróttum. Jafnvel þó að þar séu stundaðar margar íþróttir sem eru hættulegri en MMA.“

Fegurðin liggur í frelsinu

„Stundum er ég spurður að því hvort ég telji ekki rétt að banna bardagaíþróttina MMA með lögum. Kemur spurningin oftar upp þegar okkar maður tapar bardaga,“ ritar Brynjar á facebooksíðu sína í dag og tekur fram að þó að hann sé „fullkomlega áhugalaus um þessa íþrótt og finnist hún ekki geðsleg“ þá hafi hann engan áhuga á að banna MMA.

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég er ekki ólíkur femínistum að því leyti að ég tel að fullráða fók eigi að ráða yfir líkama sínum. En öfugt við þá tel ég að fólk eigi að ráða yfir líkama sínum líka þegar það gerir eitthvað með hann sem mér er ekki þóknanlegt. Í því felst fegurð frelsisins.

Svo held að að sé farsælla til lengri tíma litið að við sjálf berum meiri ábyrgð á lífi okkar í stað þess að leggja hana á andlitslaust ríkisvald en eins tíðkast mjög nú um stundir.“

„Upphafning ofbeldis og líkamsmeiðinga“

Heitar umræður hafa skapast um MMA íþróttina undanfarin misseri og ekki eru allir sammála um hvort hér sé á ferð íþróttagrein eða ofbeldi. Í mars 2014 birti Vísir viðtal við Margréti Júlíu Rafnsdóttur, verkefnastjóra hjá Barnaheillum en þá hafði Gunnar Nelson nýverið unnið Rússann Omar Akhmedov í bardaga í UFC-deildinni. Margrét Júlía sagði að Gunnar væri „stórhættuleg fyrirmynd.“

„Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Það er bannað að beita ofbeldi. Og við viljum ekki heldur að börn horfi á ofbeldi.“

Í kjölfarið andmælti Unnar Karl Halldórssonm varaformaður stjórnar Mjölnis an þessum ummælum Margrétar í viðtali við DV. „Eins og við viljum meina og eins og ég held að sé rétt þá er það þannig að ofbeldi hlýtur náttúrulega að vera ef einn aðili er að gera öðrum aðila eitthvað sem hann vill ekki taka þátt í. En ef tveir einstaklingar æfa og þjálfa sig árum saman í íþrótt og vilja síðan keppa í henni þá getur það varla heitið ofbeldi, þó svo að leikmanni sem horfir á það geti fundist það.“

„Ólystugt er fyrsta orðið sem kom í hugann – en svo fattar maður að það er ekki nógu sterkt orð. Þetta er ógeðslegt,“ skrifaði Egill Helgason fjölmiðlamaður í pistli á Eyjunni í júlí 2014. „Þarna hoppa menn um fáklæddir, líkt og á nærbuxunum, en eru svo allt í einu komnir í gólfið, farnir að kyrkja hvor annan eða berja og klóra þannig að blóðið flæðir. Þetta er upphafning ofbeldis og líkamsmeiðinga.“ Þá rifjaði hann upp þann tíma sem Íslendingar „höfðu vit á því“ að banna hnefaleika.

Egill Helgason.
Egill Helgason.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Í gamla daga gat maður sagt frá þessu á ferðalögum erlendis og fundið til ákveðins stolts. Boxið var bannað vegna þess að iðkendur höfðu orðið fyrir alvarlegum höfuðáverkum,“ bætti Egill við og vitnaði þvínæst í 18 ára gömul ummæli öldungadeildarþingmannsins og fyrrum forsetaframbjóðandans John McCain máli sínu til stuðnings: „Meðal hörðustu andstæðinga UFC er John MacCain, öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi, en eftir að hafa séð myndband af bardaga í UFC skrifaði hann bréf til ríkisstjóra allra bandarísku ríkjanna, kallaði þetta „mannlegan hanaslag“ og hvatti þá til að banna íþróttina.“

Kallaði Gunnar Nelson hættulega fyrirmynd

Í desember 2015 ræddi DV við Hafsteinn Karlsson skólastjóra í Salaskóla eftir að tvö tilfelli komu upp í skólanum þar sem drengir á aldrinum tíu til ellefu ára slógu hvorn annan hnefahöggum í andlitið. Sagði Hafsteinn að kenna mætti hrifningu á Gunnari Nelson um og taldi „skelfilegt að svona viðbjóðsleg íþrótt væri hafin upp til skýjanna.“ Þá sagði hann Gunnar Nelson vera hættulega fyrirmynd. „Ég er algjörlega á móti þessu. Mér finnst skrítið að við skulum hefja upp til skýjanna svona viðbjóðslega íþrótt. Og gera þann sem að þetta stundar að fyrirmynd fyrir börn og unglinga. Þarna eru afleiðingarnar af því. Hnefahögg beint í andlitið, á nefið. Við þurfum að vera á varðbergi. Þetta er hættuleg fyrirmynd,“ sagði Hafsteinn á einum stað og á bætti síðar við: „Ég botna bara ekkert í því að nokkur maður hafi áhuga á þessu og stunda þetta. Og að einhver hafi gaman að því að horfa á þetta.“

Í kjölfarið sagði Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði í samtali við Vísi að hann vildi láta banna MMA. MMA væri ekki íþrótt heldur ofbeldi. „Að þetta sé íþrótt kemst ekki nálægt þeim skilgreiningum sem við styðjumst við. Ég vil banna þetta algjörlega á Íslandi, ég vil að fjölmiðlar hætti að fjalla um þetta og skapa áhuga á þessu og í þriðja lagi vil ég að Gunni Nelson snúi sér að einhverju öðru.“ Þá sagði hann ekkert fagurt eða skemmtilegt við MMA. „Íþróttir hafa ákveðnar siðferðilegar forsendur sem ganga út á að meiða ekki hvern annan. Að menn séu ekki skaðaðir.“

Gunnar Nelson svaraði þessum ummælum Hermundar stuttu síðar í viðtali við MMA fréttir. Sagði hann „barnalegt“ að sér væri kennt um óknytti drengjanna í Salaskóla.

„Ég hef oft sagt það áður að það er kannski ekki fyrir alla að horfa á þetta sport. Foreldrar eiga að dæma um það eða stjórna því hvort börnin sín eigi að horfa á þetta ekki og hvort þau hafi þroska til að skilja hvað er að gerast. Að ætla að kenna Michael Schumacher um að einhver hafi keyrt of hratt niður í bæ er eins asnalegt og það hljómar.

Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson tók undir með orðum Hermundar í pistil á facebook í apríl 2015. „Þetta er ekki íþrótt, þetta er skipulagt ofbeldi. Ég er ekki hlynntur boðum og bönnum þegar tveir fullorðnir einstaklingar gefa upplýst samþykki. Menn gefa samt varla samþykki fyrir eigin dauða. Það getur ekki verið forsvaranlegt að reglurnar sem gilda um þetta fyrirbæri heimili endurtekin högg í höfuð liggjandi manns. Það er eitthvað mikið að hér.“

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks er einn af þeim sem vilja leyfa MMA hér á landi líkt og fram kom í viðtali við Vísi í mars 2015. „Málið er einfalt. Ég sé enga ástæðu fyrir okkur að finna upp hjólið. Það hefur þegar verið gert. Svíþjóð er land þar sem allt er bannað ef það er ekki sérstaklega leyft. Þeir eru búnir að fara mjög vel yfir þetta, tóku sér góðan tíma í það og skoðuðu mjög vel. Niðurstaða þeirra er að lögleiða þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv