Fréttir

Fjórar mæður með barnavagna ollu hópslagsmálum, 3 lögregluþjónar særðir

Kristinn H. Guðnason skrifar
Þriðjudaginn 11 júlí 2017 12:15

Slagsmál brutust út í strætisvagni laugardagskvöldið 8. júlí, í þýsku borginni Bremen. Atvikið átti sér stað eftir að fjórar mæður með barnavagna gátu ekki komið sér saman um hvar koma ætti vögnunum fyrir.

Ein konan hringdi í eiginmann sinn og bróður hans sem mættu á svæðið en þá hafði lögreglan einnig verið kölluð til. Á þessari stundu var eiginkonan í slagsmálum við hinar þrjár en lögreglan reyndi að halda bræðrunum frá.

Kalla þurfti til fleiri lögreglumenn á svæðið eftir að eiginmaðurinn réðist á lögregluþjón og bróðir hans kýldi lögreglukonu. Bræðurnir voru sturlaðir af reiði og kölluðu lögregluþjónana „tíkarsyni“.

Um 50 manns söfnuðust í kring til að fylgjast með slagsmálunum og mikinn fjölda lögregluþjóna þurfti til að halda fólki í skefjum. Þegar rykið settist lágu þrír lögreglumenn særðir eftir og bræðurnir tveir voru fluttir í fangageymslur. Þeir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás og brot gegn valdsstjórninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 6 mínútum síðan
Fjórar mæður með barnavagna ollu hópslagsmálum, 3 lögregluþjónar særðir

Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Fréttir
í gær
Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Fréttir
í gær
Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Fréttir
í gær
Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Fréttir
í gær
Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Sprengjuvargurinn í Texas þykir minna óhugnanlega mikið á hinn alræmda Ted Kaczynski

Mest lesið

Ekki missa af