fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Nýjasta æði kínverskra ungmenna veldur foreldrum miklum áhyggjum

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. júní 2017 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrar borgir í Kína hafa bannað sölu á litlum lásbogum sem notið hafa vaxandi vinsælda meðal kínverskra ungmenna. AP-fréttastofan fjallaði um þetta í gær en bogarnir geta skotið litlum nálum eða tannstönglum af miklum krafti.

Foreldrar og skólayfirvöld í Kína hafa áhyggjur af leikfanginu sem er nógu öflugt til að gera gat á gosdósir eða skjóta í gegnum epli svo dæmi séu tekin, allt eftir tegund lásbogans. Ekki þarf að fjölyrða um hættuna sem gæti skapast ef einstaklingur fengi nál eða tannstöngul í augað.

Að sögn AP hafa borgaryfirvöld í Shenzhen og Qingdao bannað sölu á lásbogunum sem eru fáanlegir fyrir klink. Vinsældir lásboganna hafa borist til fleiri borga í Kína og lögreglan í Makaó, sem er sérstjórnarhérað í Kína, sá ástæðu til að gefa út viðvörun vegna þeirra á dögunum.

Í frétt AP kemur fram að ekki hafi borist tilkynningar um alvarleg slys á fólki, en þrátt fyrir það eru foreldrar og skólayfirvöld á varðbergi og hafa margir látið í sér á samfélagsmiðlum. „Fólk mun blindast út af þessu. Þetta verður að banna strax,“ sagði einn á meðan annar bætti við að þau fyrirtæki sem framleiða lásboganna yrðu að sæta ábyrgð.

Vinsælar netverslanir, Taobao og JD.com, hafa brugðist við þessum vaxandi áhyggjum með því að loka fyrir sölu á bogunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv