fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bifreið endaði í Ölfusá eftir eftirför lögreglu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. júní 2017 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bifreið, sem lögreglan veitti eftirför í morgun, endaði úti í Ölfusá. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við DV að eftirförin hafi byrjað í Reykjavík. Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra segir að Ölfusárbrú verði lokuð meðan vinna á vettvangi stendur yfir.

Lögreglan er með mikinn viðbúnað á staðnum, en að sögn Vísis er ökumaðurinn kominn í spotta frá björgunarsveitum og er uppi á þaki bílsins.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir í samtali við DV að hann hafi fyrst heyrt af eftirförinni í Ártúnsbrekkunni. „Ökumaðurinn fór síðan aðeins inn í Árbæjarhverfið en fór svo Suðurlandsveginn. Bílnum var ekið út í Ölfusá, við brúna. Bíllinn stoppaði þar á steini og maðurinn komst sjálfur upp á bílinn. Það er búið að bjarga honum og hann er á leiðinni í sjúkrabíl. Hann ók sjálfur út í ánna og var einn í bílnum. Hann virðist ekki vera mikið slasaður,“ segir Ásgeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv