fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ólund í garð Sjálfstæðisflokksins

Samstarfsflokkarnir orðnir þreyttir á andstöðu og skeytasendingum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. apríl 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverðrar ólundar er tekið að gæta í garð þingmanna Sjálfstæðisflokksins af hálfu kollega þeirra í ríkisstjórnarsamstarfinu, einkum Viðreisnarfólks. Framganga ákveðinna þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem hafi nánast frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins sett sig upp á móti málum Viðreisnar og Bjartrar auk þess að senda flokkunum reglulega skeyti í fjölmiðlum, er „þreytandi“ að sögn þingflokksformanns Viðreisnar, sem vill þó ekki samþykkja að um samstarfsörðugleika sé að ræða innan ríkisstjórnarinnar. Heimildir DV herma þó að verulegs pirrings sé farið að gæta og beinist hann ekki aðeins að þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem harðast hafi gengið fram í gagnrýni og andstöðu, heldur einnig að formanninum, Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Hann er sagður hafa verið mikið fjarverandi og verkstjórn hans sé ekki næg, hann ætti að vera búinn að smala sínu liði.

Ríkjandi óeindrægni

Frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar tók við völdum hefur gætt titrings og óeindrægni, og raunar áður en stjórnin var mynduð einnig. Í stjórnarmyndunarviðræðunum lýstu sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verulegum efasemdum um samstarfið, bæði vegna þess hversu veikur meirihlutinn væri en einnig vegna þess að þeim hugnaðist ekki áherslur samstarfsflokkanna. Þá ríkti óánægja með ráðherraskipan flokksins sem birtist ljóslegast í því að Páll Magnússon, oddviti flokksins á Suðurlandi, studdi ekki ráðherraskipanina þar eð hann taldi að hann sjálfur hefði átt að verða ráðherra.

„Það er ekkert launungarmál að það voru ákveðnir samskiptaörðugleikar milli flokkanna í upphafi“

Styðja ekki mál samherja

Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins bæði verið ráðherrum samstarfsflokkanna óþægur ljár í þúfu, sem og beinlínis sett sig upp á móti ákveðnum málum þeirra, og það jafnvel málum sem eru tiltekin í stjórnarsáttmála. Þannig hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks lýst því að þeir styðji ekki frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteins Víglundssonar, um jafnlaunavottun. Sömu sögu má segja um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og sagt að þeir muni ekki styðja hana óbreytta.

Ákveðinn hópur leikur lausum hala

Samkvæmt upplýsingum DV er það einungis framganga hluta þingmannaliðs Sjálfstæðisflokksins sem fer fyrir brjóstið á samherjum þeirra í Viðreisn og Bjartri framtíð. Eru þar einkum nefnd nöfn þeirra Páls Magnússonar, Óla Björns Kárasonar, Njáls Trausta Friðbertssonar og Brynjars Níelssonar en einnig Ásmundar Friðrikssonar, Haraldar Benediktssonar, Jóns Gunnarssonar og Sigríðar Á. Andersen. Öll hafa þau með einhverjum hætti unnið gegn málum ráðherra samstarfsflokkanna og ekki farið leynt með það út á við. Þá er einnig nefnt að Valgerður Gunnarsdóttir hafi stigið fram og ekki sagst munu styðja fjármálaáætlunina. Í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur aðeins eins manns meirihluta þá þykir ótækt að þingmenn komi fram opinberlega og lýsi því að þeir styðji ekki ríkisstjórnarmál.

Þá gætir orðið nokkurs óþols í garð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni þykir hafa verið afskiptalaus þegar kemur að andstöðu þingmanna hans við samstarfsflokkana og hafa leyft þeim að leika lausum hala við að gagnrýna mál ráðherra samstarfsflokkanna. Þá þykir Bjarni hafa verið mikið fjarverandi og þar með hafi skapast lausatök í verkstjórn ríkisstjórnarinnar. Að mati margra innan Viðreisnar er kominn tími til að Bjarni taki mál innan eigin flokks föstum tökum og komi múl á uppreisnargjarna þingmenn sína.

Segir samheldni að aukast

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vildi ekki í samtali við DV samþykkja að samstarfsörðugleikar væru á milli flokkanna en vissulega væru sífelldar skeytasendingar í fjölmiðlum þreytandi. „Það er ekkert launungarmál að það voru ákveðnir samskiptaörðugleikar milli flokkanna í upphafi en mín skoðun er að samheldnin hafi fremur verið að aukast eftir því sem á hefur liðið.“

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir sína upplifun að ríkisstjórnarsamstarfið gangi vel en það sé vissulega þreytandi að sitja undir skeytasendingum kollega úr Sjálfstæðisflokknum.
Segir samstarf ganga vel en skeytasendingar séu þreytandi Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir sína upplifun að ríkisstjórnarsamstarfið gangi vel en það sé vissulega þreytandi að sitja undir skeytasendingum kollega úr Sjálfstæðisflokknum.

„Þetta er vissulega þreytandi“

Hanna Katrín bendir á að engin mál hafi verið stoppuð og vinna við þingmál Viðreisnar í nefndum þingsins gangi vel. Ef hins vegar kæmi á daginn að umræddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hygðust beita sér af krafti til að koma í veg fyrir afgreiðslu þeirra mála yrði að setjast niður og endurskoða hvort samstarfið sé á vetur setjandi, það gefi auga leið.

„Mín upplifun er sú að samstarfið gangi vel. Það eru ekki samstarfsörðugleikar milli þessara flokka. Síðan spyrðu hvort þetta sé ekki þreytandi, þessar skeytasendingar og andstaða. Þá er því til að svara að þegar um er að ræða þessi mál sem samið var um í stjórnarsáttmálanum, eins og jafnlaunavottunina, þá er það þannig, þetta er vissulega þreytandi. Ekki síst af því að þessi framganga býr til fóður fyrir fjölmiðlaumfjöllun um að það sé ekki samstaða og stemming milli flokkanna. Það er ekki þannig, ég upplifi að við séum sem heild að vinna vel saman inni á þingi og í nefndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv