Landsliðslæknir bjargaði lífi drukknandi drengs í Taílandi

Brynjólfur Jónsson var réttur maður á réttum stað og hnoðaði lífi í taílenskan dreng á sundlaugarbakka –

Brynjólfur Jónsson, bæklunar- og handboltalandsliðslæknir, var réttur maður á réttum stað þegar hann bjargaði lífi ungs drengs við sundlaugarbakka hótels í Taílandi um páskana.
Bjargvættur við bakkann Brynjólfur Jónsson, bæklunar- og handboltalandsliðslæknir, var réttur maður á réttum stað þegar hann bjargaði lífi ungs drengs við sundlaugarbakka hótels í Taílandi um páskana.

„Þetta er ekki eitthvað sem maður reiknar með að lenda í,“ segir Brynjólfur Jónsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum og læknir íslenska karlalandsliðsins í handknattleik um áratugaskeið, sem vann hetjudáð við bakka sundlaugar á hóteli í Taílandi um páskana. Brynjólfur bjargaði þar lífi ungs innfædds drengs með hjartahnoði, en hann var nærri drukknaður í lauginni.

Brynjólfur segir í samtali við DV að hann hafi verið nýkominn aftur á hótelið til að hitta þar hóp Íslendinga sem einnig voru í fríi í Taílandi. Hann hafði verið á ströndinni allan daginn.

Hnoðaði í rúman hálftíma

„Ég sat á sundlaugarbakkanum, nýkominn aftur, þegar tveir menn draga þennan strák upp á bakkann, rétt fyrir framan mig, svo ég tékkaði á honum og sá auðvitað strax að það var langt í frá að vera í lagi með hann,“ segir Brynjólfur sem telur að drengurinn hafi verið um 7–8 ára. Þá kom sér vel að vera læknir sem vann í mörg ár á bráðadeildum í Svíþjóð, Noregi og Íslandi og Brynjólfur brást skjótt við.

Nánar um hetjudáð Brynjólfs í DV í dag

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.