fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Landsliðslæknir bjargaði lífi drukknandi drengs í Taílandi

Brynjólfur Jónsson var réttur maður á réttum stað og hnoðaði lífi í taílenskan dreng á sundlaugarbakka –

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekki eitthvað sem maður reiknar með að lenda í,“ segir Brynjólfur Jónsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum og læknir íslenska karlalandsliðsins í handknattleik um áratugaskeið, sem vann hetjudáð við bakka sundlaugar á hóteli í Taílandi um páskana. Brynjólfur bjargaði þar lífi ungs innfædds drengs með hjartahnoði, en hann var nærri drukknaður í lauginni.

Brynjólfur segir í samtali við DV að hann hafi verið nýkominn aftur á hótelið til að hitta þar hóp Íslendinga sem einnig voru í fríi í Taílandi. Hann hafði verið á ströndinni allan daginn.

Hnoðaði í rúman hálftíma

„Ég sat á sundlaugarbakkanum, nýkominn aftur, þegar tveir menn draga þennan strák upp á bakkann, rétt fyrir framan mig, svo ég tékkaði á honum og sá auðvitað strax að það var langt í frá að vera í lagi með hann,“ segir Brynjólfur sem telur að drengurinn hafi verið um 7–8 ára. Þá kom sér vel að vera læknir sem vann í mörg ár á bráðadeildum í Svíþjóð, Noregi og Íslandi og Brynjólfur brást skjótt við.

„Ég henti honum á bekk. Hann var ekki með púls, andaði ekki og ég bara hnoðaði, hnoðaði og hnoðaði. Ég kallaði til fólk. Það var hópur Íslendinga þarna sem hljóp fram í anddyri að sækja sjúkrabíl. Það var ægileg umferð þarna þannig að fyrsti sjúkraliðinn kom ekki fyrr en eftir hálftíma. Það var par á mótorhjóli með mjög lítið af græjum. Þannig að við héldum bara áfram að hnoða. Ég sá að það bar árangur þannig að ég hélt áfram.“

Brynjólfur segir erfitt að gera sér grein fyrir hversu langur tími leið, en hann áætlar að það hafi verið allt að þrjú korter þar til sjúkrabíll kom á vettvang og sett var í gang meiriháttar aðgerð til að halda lífi í drengnum unga.

„Þetta virkaði allt saman og hann komst lifandi á spítala. Um kvöldið var flogið með hann í þyrlu til Bangkok á sjúkrahús og tveimur sólarhringum síðar fékk ég að vita að hann væri ennþá lifandi og farinn að sýna ákveðin viðbrögð. Þetta virðist því hafa borið árangur þannig að hann er að komast í gagnið aftur.“

Fékk þakkir frá foreldrunum

Brynjólfur, sem var á heimleið og staddur í Stokkhólmi, þegar DV náði tali af honum segir að hann hafi fengið kveðjur frá þakklátum foreldrum drengsins og læknum í gegnum farar- og hótelstjóra sem kunnu honum bestu þakkir fyrir skjót viðbrögð og björgunina. Brynjólfur virðist svo sannarlega hafa verið réttur maður á réttum stað og drengurinn, sem og aðstandendur hans, heppinn að svo reynslumikill maður, sem tekið hefur þátt í sambærilegum lífgunaraðgerðum margoft áður, hafi verið á staðnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brynjólfur er réttur maður á réttum stað á ferðalögum sínum. Hann segir að hann hafi nokkrum sinnum áður lent í því að koma fólki til bjargar utan vinnu.

„Það er skrítið að lenda í þessu en þetta gerist og þá setur maður í gang og reynir að nýta reynsluna og gera það sem maður getur til að stjórna atburðarásinni,“ segir hetjan góða að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Í gær

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv