fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Unnar hljóp útúr brennandi húsi með börnin: „Ég hef lent í mörgu í gegnum ævina en þetta er eitt það rosalegasta sem ég hef lent í.“

Betur fór en áhorfðist. Engin alvarleg slys urðu á fólki.

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill eldur varð í íbúð í fjölbýlishúsi Hraunbæ í Árbænum um klukkan ellefu í gærkvöldi. Unnar Þór Sæmundsson var staddur íbúðinni fyrir ofan þegar eldurinn kviknaði.

„Ég var kominn í háttinn þegar ég heyrði læti fyrir utan. Ég var viss um að það væri verið að smala fólki í taxa því ég heyri hrópað „eru allir komnir út?“ Ég leit svo út um gluggann og sá reyk og hugsaði, nei andskotinn, þau eru að grilla.“ segir Unnar. Hann segir að stuttu síðar hafi rúða í íbúðinni fyrir neðan sprungið og hann hafi fengið reykmökk í andlitið.

„Ég vek þá konuna mína og segi henni að grípa börnin. Við sjáum reykmökk koma upp svalirnar,“ segir Unnar og er greinilega nokkuð brugðið eftir atburðina.

Unnar segir þau hafa farið út um útidyrnar og fram á stigaganginn sem var fullur af reyk. Á tímabili hugsaði hann að þau kæmust ekki út og íhugaði að koma börnunum niður af svölunum. „En við æddum í gegnum reykinn og út,“ segir hann og bætir við :„Ég hef lent í mörgu í gegnum ævina en þetta er eitt það rosalegasta sem ég hef lent í.“

Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum
Unnar Þór og dóttir hans Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum

Fimmtán ára drengur brenndist illa á höndum í brunanum og dvelur nú á barnaspítala Hringsins. Ekki er vitað til þess að aðrir hafi slasast alvarlega. Unnar fór inn aftur ásamt lögreglukonu og bankaði á hurðar í blokkinni til að biðja fólk að fara út. „Þetta fór betur en áhorfðist, það liðu aðeins nokkrar sekúndur frá því ég sá reykinn þar til eldtungurnar stigu upp af svölunum.“

Miklar skemmdir urðu á íbúðinni þar sem eldurinn átti upptök sín, Unnar segir að íbúðin á móti íbúð konunnar sinnar, þar sem hann var staddur, hafi líka farið illa en að við fyrstu sýn virðist hennar íbúð hafa sloppið vel. „Mér tókst að loka gluggum áður en við fórum út, það bjargaði slatta. En við fengum að kíkja inn í íbúðina fyrir neðan, þar var eins mikil eyðilegging og gat orðið“

Unnar vill þakka lögreglunni og slökkviliðinu sem mætti á staðinn. „Þau voru mjög manneskjuleg og þægileg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv