Þau eru tilnefnd sem maður ársins hjá Time

Time-tímaritið hefur frá árinu 1927 staðið fyrir valinu á manni ársins og árið í ár er engin undantekning í þeim efnum. Tímaritið hefur nú birt tilnefningar sínar og er óhætt að segja að einhver nöfn veki athygli.

Meðal þeirra sem eru tilnefndir eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un, forseti Norður-Kóreu. Sá sem verður fyrir valinu verður að hafa haft mikil áhrif á heiminn og skiptir þá engu hvort þau áhrif séu af hinu góða eða illa.

Þau eru tilnefnd:

  • Donald Trump, forseti Bandaríkjanna

  • MeToo-hreyfingin

  • Kim Jong Un, forseti Norður-Kóreu

  • Jeff Bezos, stjórnarformaður Amazon

  • Colin Kaepernick, fyrrverandi leikmaður í NFL-deildinni

  • Xi Jinping, forseti Kína

  • The Dreamers, ungir innflytjendur í Bandaríkjunum sem eiga á hættu að vera vísað úr landi

  • Robert Mueller, saksóknari sem rannskar kosningabaráttu Donalds Trumps

  • Patty Jenkins, leikstjóri og sá kvenkyns leikstjóri sem hefur leikstýrt aðsóknarmestu kvikmyndinni á opnunarhelgi í Bandaríkjunum og Kanada. Um var að ræða myndina Wonder Woman sem frumsýnd var fyrr á árinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.