Erlendar fréttamyndir 2017: Hryðjuverkaógn og skógareldar

Yfirlit fréttamynda frá árinu sem er að líða

Róhingja-börn bíða eftir matargjöf í flóttamannabúðum í Bangladess nú í byrjun desember. Þjóðflokkur Róhingja flýr kerfisbundin morð og ofsóknir í Myanmar.
Róhingjar flýja ofsóknir Róhingja-börn bíða eftir matargjöf í flóttamannabúðum í Bangladess nú í byrjun desember. Þjóðflokkur Róhingja flýr kerfisbundin morð og ofsóknir í Myanmar.
Mynd: Szymon Barylski/NurPhoto

Fréttamyndir ársins af erlendum vettvangi, teknar af ljósmyndurum Getty-myndveitunnar.

Róhingja-börn bíða eftir matargjöf í flóttamannabúðum í Bangladess nú í byrjun desember. Þjóðflokkur Róhingja flýr kerfisbundin morð og ofsóknir í Myanmar.
Róhingjar flýja ofsóknir Róhingja-börn bíða eftir matargjöf í flóttamannabúðum í Bangladess nú í byrjun desember. Þjóðflokkur Róhingja flýr kerfisbundin morð og ofsóknir í Myanmar.
Mynd: Szymon Barylski/NurPhoto

Söngkonan Ariana Grande þurrkar tár af hvarmi á minningartónleikum sem haldnir voru um fórnarlömb sprengjuárásar á tónleikum söngkonunnar. 22 létust í árásinni.
Ariana Grande í Manchester Söngkonan Ariana Grande þurrkar tár af hvarmi á minningartónleikum sem haldnir voru um fórnarlömb sprengjuárásar á tónleikum söngkonunnar. 22 létust í árásinni.
Mynd: 2017 Kevin Mazur/One Love Manchester

Áttatíu brunnu inni þegar Grefell-háhýsið í Lundúnum brann til kaldra kola. Reglur um eldvarnir í húsinu voru þverbrotnar.
Grenfell-háhýsið Áttatíu brunnu inni þegar Grefell-háhýsið í Lundúnum brann til kaldra kola. Reglur um eldvarnir í húsinu voru þverbrotnar.
Mynd: 2017 Getty Images

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti gott ár í golfinu. Hér slær hún boltann á loft á PGA-móti í Illinois, Bandaríkjunum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti gott ár í golfinu. Hér slær hún boltann á loft á PGA-móti í Illinois, Bandaríkjunum.
Mynd: 2017 Getty Images

Dagný Brynjarsdóttir skallar bolta í leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Austurríki á Evrópumótinu í knattspyrnu í Hollandi í sumar.
Ísland á EM Dagný Brynjarsdóttir skallar bolta í leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Austurríki á Evrópumótinu í knattspyrnu í Hollandi í sumar.
Mynd: 2017 Getty Images

Gustað hefur um Bandaríkjaforseta, meðal annars vegna ætlaðra tengsla hans við Rússa. Hér sjást Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump á ráðstefnu í Víetnam í nóvember.
Pútín og Trump Gustað hefur um Bandaríkjaforseta, meðal annars vegna ætlaðra tengsla hans við Rússa. Hér sjást Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump á ráðstefnu í Víetnam í nóvember.
Mynd: 2017 Anadolu Agency

Miklir skógareldar hafa sett líf fólks úr skorðum víða um heim. Þúsundir þurftu að flýja heimili sín í Kaliforníu. Hér er reykjarský á lofti í Ojai í Kalforníu, frá eldi sem hlotið hefur nafnið Tómas.
Skógareldar í Kaliforníu Miklir skógareldar hafa sett líf fólks úr skorðum víða um heim. Þúsundir þurftu að flýja heimili sín í Kaliforníu. Hér er reykjarský á lofti í Ojai í Kalforníu, frá eldi sem hlotið hefur nafnið Tómas.
Mynd: 2017 Getty Images

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.