fbpx
Fréttir

Segja starfsfólk Dr. Phil hafi gefið gestum fíkniefni og áfengi fyrir þáttinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. desember 2017 13:00

Starfsfólk vinsæla sjónvarpsþáttarins „Dr. Phil“ á að hafa gefið gestum áfengi og fíkniefni áður en þeir komu fram í þættinum. Þetta kemur fram í rannsókn Stat og The Boston Globe. Gestirnir, sem ásaka starfsmenn þáttarins, hafa glímt við áfengis- og fíkniefnavanda.

Todd Herzog, raunveruleikastjarna og sigurvegari „Survivor: China,“ var augljóslega undir áhrifum þegar hann kom fram í þættinum árið 2013 en hann glímdi við alkóhólisma á þeim tíma. Todd segir að hann hafi mætt edrú á tökustað með föður sínum og staðfestir faðirinn það. Í framhaldinu var Todd skilinn einn eftir í búningsherbergi þáttarins þar sem tveggja lítra vodka flaska blasti við honum auk orkudrykkja og appelsínusafa. Hann segist hafa klárað flöskuna og starfsmenn þáttarins hafi síðan gefið honum Xanax töflu, sem er róandi lyf, til að slaka á.

Starfsfólk þáttarins, þar á meðal Dr. Phil sjálfur, hafi síðan þurft að halda á honum fram á svið.

Blaðamenn The Boston Globe og Stat taka fram að gestir þáttarins koma oft frá öðrum fylkjum Bandaríkjanna, en þátturinn er tekinn upp í Kaliforníu. Gestir dvelja á hótelum í allt að 48 klukkustundir áður en þáttur er tekinn upp. Sumir gestir glíma við alvarlegan áfengis- og fíkniefnavanda og geta farið í gegnum hættuleg fráhvörf.

Joelle, móðir Kaitlin, heróín fíkils sem kom fram í þættinum, segir að starfsfólk þáttarins hafi farið með dóttur hennar að kaupa heróín. Kaitlin hafi þá verið í miklum fráhvörfum. Í stað þess að fara með hana á spítala segir Joelle að starfsfólkið hafi farið með Kaitlin að útvega efnið og tekið hana upp við kaupin.

Sálfræðingur sem starfar fyrir þáttinn, Martin Greenberg, neitar ásökunum. Í yfirlýsingu sem hann sendi til Stat og the Globe sagði hann að „fíklar væru þekktir fyrir að ljúga“ og „ef þeir eru í hættu þegar þeir koma þá voru þeir í hættu áður en þeir komu.“

Hér má lesa rannsókn Stat og The Boston Globe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum