fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fyrrum toppur hjá Facebook þjakaður af sektarkennd

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlar voru gerðir til að þjappa fólki enn meira saman og skapa meiri nánd milli fólks en raunin er sú að þessir miðlar eru frekar að færa fólk í sundur.

Þetta er mat Chamath Palihapitiya sem á sínum tíma bar ábyrgð á því að fjölga notendum Facebook. Í erindi sem Chamath hélt í Stanford Graduate School of Business sagðist Chamath finna til ábyrgðar vegna þess að hann hafði það hlutverk að dreifa boðskapnum um ágæti Facebook.

„Ég finn til sektarkenndar,“ segir Chamath sem hætti hjá Facebook árið 2011. Hann segir að samfélagsmiðlar gangi gegn þeim undirstöðuatriðum sem skilgreina samfélög – tilgang þeirra og eðli. Bendir hann á að samfélagsmiðlar séu hannaðir með það að markmiði að notendur ánetjist þeim. Fólk keppist um læk, hjörtu og viðurkenningu.

Sjálfur segir Chamath að hann noti samfélagsmiðla lítið sem ekkert – á undanförnum sjö árum hefur hann einstaka sinnum uppfært Facebook-síðuna sína. Í erindi sínu sagði hann að þeir sem komu að þróun Facebook á sínum tíma hafi vitað að „eitthvað slæmt“ gæti gerst.

Til að taka af öll tvímæli sagði hann að Facebook hefði einnig haft jákvæðar breytingar í för með sér. Mikilvægt sé þó að átta sig á því að of mikil notkun eða viðvera á samfélagsmiðlum geti haft slæmar félagslegar afleiðingar í för með sér.

Sjálfur segist Chamath sem fyrr segir ekki nota samfélagsmiðla og hann mun ekki leyfa börnum sínum að nota slíka miðla. Hvetur hann fólk til taka sér ótímabundið frí frá notkun. „Ef þú fæðir skrímslið mun skrímslið éta þig,“ segir hann.

Ummæli Chamath ríma ágætlega við ummæli sem aðrir hátt settir fyrrverandi starfsmenn Facebook hafa látið falla. Nýlega fjallaði DV um Justin Rosenstein, fyrrverandi hugbúnaðarverkfræðing hjá Facebook, sem er maðurinn sem þróaði „like“-hnappinn vinsæla.

Í viðtali við breska blaðið Guardian sagðist hann ekki lengur nota smáforrit í snjallsímum af þeirri ástæðu að þau eru of ávanabindandi. Í viðtalinu sagði hann að samfélagsmiðlar, smáforrit og annar hugbúnaður í símum, spjaldtölvum og fartölvum sé jafn ávanabindandi og heróín. Þau hafi slæm áhrif á heilastarfsemi fólks og skerði meðal annars einbeitingarhæfni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí