fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fréttir

Við borgum ekki, við borgum ekki!

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 10. nóvember 2017 06:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birtist frétt þess efnis, nánar tiltekið í Viðskiptablaðinu, að íslenskir auðmenn óttist auðlegðarskatt svo mjög að þeir hafi fundað með ráðgjöfum sem ráðleggi þeim að flytja lögheimili sitt og eignir úr landi. Hinn ógurlegi auðlegðarskattur sem hér er um að ræða hefur ekki enn komið til framkvæmda heldur er hugmynd frá Vinstri grænum sem tala um hóflegan auðlegðarskatt upp á 1,5 prósent. Viðskiptablaðið hefur reiknað út að þeir sem eigi 10 milljarða muni þurfa að borga 150 milljónir í auðlegðarskatt, en fyrir þann pening mun vera hægt að fá góða íbúð í London. Er enn ein lúxusíbúðin í útlöndum virkilega það sem auðmenn Íslands þurfa á að halda?

Það er svosem ekki hægt að álasa fólki fyrir að þykja vænt um peningana sína en sá einstaklingur sem á 10 milljarða ætti þó ekki að hrína eins og stunginn grís þótt hann þurfi að borga aukaskatt af þeirri upphæð. Það mun ekki stefna fjárhagslegu öryggi viðkomandi í voða. Auk þess er það siðferðilega rétt að þeir sem lifa við þau forréttindi að eiga milljarða láti hluta af auði sínum renna til samfélagsins, hvort sem það er í formi hærri skatta eða til mannúðarmála. Þetta er hins vegar ekki hið almenna sjónarmið meðal auðmanna, því stöðugt berast fréttir af því hvernig þeir hafa komið fjármunum sínum í skjól til að komast undan skattgreiðslum. Ósköp er það nú aumt hlutskipti í lífinu að vera fangi auðs síns og leggja ógurlegt kapp á að koma honum í skjól.

Nú er ekkert sérstakt sem bendir til að hugmynd Vinstri grænna um auðlegðarskatt verði að veruleika. Viðbrögðin við hugmyndinni eru hins vegar afar eftirtektarverð og lýsandi fyrir viðhorf sem er ekki ástæða til að bera lof á. Svo virðist sem hópi fólks, sem býr við einstök forréttindi, þyki svo vænt um peningana sína að það íhugi í fullri alvöru að flytja lögheimili sitt og eignir úr landi. Það er hreinlega skelfingu lostið við tilhugsunina um að leggja sitt af mörkum til að byggja upp íslenskt samfélag. „Við borgum ekki, við borgum ekki,“ emjar það og finnst stórlega gengið á rétt sinn. Ekki ber þetta viðhorf vott um sérlega þroskaða siðferðiskennd.

Við skulum vona að meðal okkar séu auðmenn sem líti á það sem gæfu að greiða skatta hér á landi og geri það með glöðu geði. Íslenskt samfélag þarf á slíku fólki að halda. Það á að vera sjálfgefið að þeir einstaklingar sem lifa við munað leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Ef þeim finnst það ekki eðlilegt þá er eitthvað mikið og alvarlegt að í hugarheimi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Elvar og Sveinn í rusli eftir Hlíðamálið: „Það gera allir mistök í lífinu“

Elvar og Sveinn í rusli eftir Hlíðamálið: „Það gera allir mistök í lífinu“
Fréttir
Í gær

Haukur hvetur karla til að labba út: „Gargandi óréttlæti“

Haukur hvetur karla til að labba út: „Gargandi óréttlæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári segir Fréttablaðið drasl: „Til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri“

Gunnar Smári segir Fréttablaðið drasl: „Til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag
Fyrir 2 dögum

Af hverju erum við lélegri en Færeyingar?

Af hverju erum við lélegri en Færeyingar?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingurinn Anna Kristín Newton veitir barnaníðingum meðferð: „Mun fleiri hafa kenndir til barna en við héldum“

Sálfræðingurinn Anna Kristín Newton veitir barnaníðingum meðferð: „Mun fleiri hafa kenndir til barna en við héldum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sviðin jörð eiganda Procar: Fékk milljarða í lán frá Íbúðalánasjóði

Sviðin jörð eiganda Procar: Fékk milljarða í lán frá Íbúðalánasjóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi