fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar taka hrekkjavöku fagnandi

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 30. október 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt færist í vöxt að Íslendingar haldi hrekkjavöku, sem fer fram 31. október ár hvert, hátíðlega. Þökk sé bandarísku afþreyingarefni þá ríkir sá algengi misskilningur að um sé að ræða útþynnta og markaðsvædda ameríska hefð og út af því fussa margir og sveia þegar hátíðina ber á góma. Sannleikurinn er hins vegar sá að um er að ræða aldagamla keltneska hefð þar sem færðar voru þakkir fyrir uppskeru sumarsins og koma vetrarins boðuð. Hefðir eins og brennandi kerti í graskeri koma frá Írlandi og Skotlandi þar sem yfirleitt var notast við næpur.

Burtséð frá upprunanum þá er ljóst að hrekkjavaka er komin til að vera á Íslandi. Hér á landi er þó aðeins meiri sveigjanleiki varðandi hvenær hátíðarhöldin fara fram. Þannig eru fjölmörg hrekkjuvökupartí skipulögð um allt land um helgina. Íbúar í heilu bæjarfélagi, nánar tiltekið á Seltjarnarnesi, hafa síðan tekið höndum saman og skipuleggja sérstakan tíma þar sem börnin í bænum geta gengið á milli húsa og boðið húsráðendum að borga sér nammi gegn því að vera látnir í friði.

Hugmyndin um að skilgreina sérstakan „Grikk eða gott“-tíma var borin upp á Facebook-síðu íbúa á Seltjarnarnesi og var sérstök kosning skipulögð um viðburðinn. Hundrað og sjötíu íbúar samþykktu viðburðinn glaðir í bragði en þrjátíu einstaklingar völdu valkostinn „Ekki fleiri amerískar hefðir“. Það má því búast við vampírum, nornum og ýmiss konar forynjum á vappi um Seltjarnarnesið milli 17–19 á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv