fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Foreldrar ákærðir fyrir vanrækslu: Báðu fyrir syninum í stað þess að leita til læknis

Seth Johnson var sjö ára þegar hann lést

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 8. janúar 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar sjö ára drengs, Seth Johnson, hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu eftir að þeir létu undir höfuð leggjast að koma drengnum undir læknishendur þegar hann þurfti á læknisaðstoð að halda. Þess í stað ákváðu foreldrarnir að láta reyna á kraft bænarinnar til að lækna drenginn.

Atvikið átti sér stað í Minnesota í Bandaríkjunum fyrir skemmstu en lík drengsins fannst í rúmi á heimili hans. Faðir hans reyndi að blása í hann lífi en þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn var drengurinn þegar látinn. Bandarískir fjölmiðlar segja að drengurinn hafi þjáðst af bólgum í brisi og sýkingum víða um líkamann sem að lokum drógu hann til dauða.

Vísað er í lögregluskýrslur þar sem fram kemur að foreldrar drengsins, sem eru mjög trúaðir, hafi aldrei leitað til lækna og að drengurinn hafi verið mjög vannærður og líkamlega vanþroskaður þegar hann fannst. Í stað þess að koma drengnum undir læknishendur gáfu foreldrar hans honum vítamín, smyrsl og hunang til að freista þess að hann næði heilsu.

Foreldrar hans, Timothy Johnson og Sarah Johnson, hafa sem fyrr segir verið ákærðir fyrir vanrækslu og eiga þeir fangelsisdóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“