fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bubbi barði nauðgara: „Ég hef nokkrum sinnum um ævina séð með berum augum nauðgun‘‘

Fagnar nýrri kynslóð sem sættir sig ekki við nauðganir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. júlí 2016 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um nauðganir og önnur kynferðisafbrot, einkum í tengslum við Druslugönguna sem fór fram víða um land í gær en einnig hefur þessi umræða verið áberandi í tengslum við Þjóðhátíð í Eyjum sem fram fer næstu helgi, fríhelgi verslunarmanna.

Bubbi Morthens er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um hina ýmsu hluti en hann blandaði sér í dag í þessa umræðu með stöðuuppfærslu á Facebook. Bubbi hefur eins og flestir vita verið lengi að í íslensku menningarlífi og spilað á fjölda tónleika og hátíða um allt land á sínum langa og afkastamikla ferli.

Í stöðuuppfærslunni sem birtist fyrr í dag lýsir Bubbi reynslu sem hann varð fyrir. Gefum Bubba orðið „Ég hef nokkrum sinnum um ævina séð með berum augum nauðgun‘‘ og útlistar hann fjölmörg dæmi um slíkt. Fyrst varð hann vitni að slíku þegar hann spilaði með Utangarðsmönnum í Alþýðukjallaranum þann 6. júní árið 1980. Kveðst hann hafa fundið gerandann og ráðist á hann með þeim afleiðingum að Bubbi gisti fangageymslur um nóttina fyrir líkamsárás. Bubbi segist ekki hafa verið í neinum rétti að berja manninn það illa að hann endaði á spítala en engu að síður gert það.
Í annað skipti sem Bubbi var vitni að nauðgun var á útihátíð í Húnaveri. Maður dró konu bakvið hljómsveitarrútu og nauðgaði henni þar. Bubbi náði manninum og afhenti hann lögreglu.

Á þjóðhátíð í Eyjum kom Bubbi eitt sinn fram ásamt hljómsveit sinni GCD. Þar varð hann vitni að tilraun til nauðgunar, hann sá þar sem hann stóð á gamla sviðinu og var að spila að hópur vinkvenna konu var að draga af henni mann.
Fjórða skiptið sem Bubbi var vitni að slíku var einnig í Eyjum. Þar sá hann tvo menn sem voru með konu sem dáin var áfengisdauða inni í tjaldi sínu, Bubbi gekk á mennina og spurði þá út í þetta og þeir létu sig hverfa og hann hafði samband við starfsfólk á svæðinu sem kom konunni til aðstoðar.

Bubbi hefur gert verbúðarlífið ódauðlegt með tónlist sinni en þar varð hann vitni að hlutum sem að eigin sögn munu „fylgja mér alla tíð‘‘. Hins vegar sé stigin fram ný kynslóð fólks sem sætti sig ekki við þöggun og að nauðganir séu eðlilegur fórnarkostnaður útihátíða eins og hann orðar það.

Á útihátíð eins og þjóðhátíð í Eyjum komi saman meira en 10 þúsund manns, flestir ungmenni og noti „sterkasta eiturlyfið á markaðnum…þá er voðinn vís við samþykjum ennþá svona orgíur sennilega ein fára þjóða í heiminum…‘‘

Að hans mati eru aðstæðurnar sem verða í Eyjum þess eðlis að þeir sem hafi í hyggju að brjóta gegn fólki kynferðislega muni nýta sér þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga