fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Erdogan lýsir yfir þriggja mánaða neyðarástandi í Tyrklandi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tayyip Erdogan forseti Tyrklands segir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í landi hans eftir að forsetinn fundaði í dag með þjóðaröryggisráði landins. Það á að vara næstu þrjá mánuði. Með því öðlast tyrknesk stjórnvöld auknar valdheimildir þar sem ýmsum lögum og reglum er vikið tímabundið til hliðar til að auðvelda að kveða niður uppreisnaröfl sem gætu hugað á nýjar valdaránstilraunir.

„Það er mögulegt að valdaránstilraunin sé enn ekki afstaðin og fleiri áætlanir um slíkt gætu verið fyrir hendi,“ sagði Erdogan í ávarpi fyrr í kvöld þar sem hann lýsti yfir þriggja mánaða neyðarástandi. Í viðtali við Al-Jazeera sagði hann hugsanlegt að erlend ríki hafi átt aðild að valdaránstilrauninni sem hófst á föstudagskvöld. „Þetta verður rannsakað frekar,“ bætti hann við.

Tyrknesk yfirvöld hafa brugðist af hörku við valdaránstilrauninni og þegar hafið umfangsmiklar hreinsanir. Rúmlega 50.000 manns hafa verið handtekin eða sagt upp stöðum sínum. Þar á meðal eru tugir þúsunda kennara á ýmsum skólastigum. Alls hafa 99 af æðstu foringjum hersins þegar verið ákærðir fyrir aðild að tilraun til valdaráns. Það er nær þriðjungur af æðstu herforingjum Tyrklands sem teljast vera 356 manns. Minnst 2.800 hermenn hafa verið teknir höndum.

„Sem kjörinn forseti og æðsti yfirmaður heraflans mun ég sjá til þess að allar veirur í hinum vopnuðu sveitum Tyrklands verði hreinsaðar út,“ sagði Erdogan.

Þar að auki er búið að handtaka 113 dómara og ríkissaksóknara. Meðal þeirra eru tveir dómarar í svonefndum stjórnarskrárdómstól sem er æðsta dómstig landsins. Um 2.500 dómarar og lögfræðingar á neðri dómstigum hafa verið reknir frá störfum. Háskólakennurum og öðrum fræðafólki á háskólastigi hefur verið bannað að fara úr landi og þau sem eru stödd erlendis hafa fengið fyrirmæli um að snúa þegar heim til Tyrklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv