fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

48 þúsund láta árlega lífið í Frakklandi vegna loftmengunar

Marseille er mengaðasta borg landsins

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 27. júní 2016 17:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ári hverju láta 48 þúsund manns lífið í Frakklandi vegna loftmengunar þar í landi. Flest dauðsföllin væri hægt að koma í veg fyrir, samkvæmt nýrri rannsókn.

Í rannsókninni kemur fram að fólk á þrítugsaldri sem býr í borgum með yfir 100 þúsund íbúa víða um landið geta átt von á að líf þeirra verði 15 mánuðum styttra en ella. Þá á fólk á þrítugsaldri sem býr á svæðum sem rúma tvö til hundrað þúsund von á að líf þeirra verði tíu mánuðum styttra, að meðaltali.

Á ári hverju væri hægt að bjarga 34 þúsund Frökkum og lengja líf þeirra um níu mánuði með minni mengun. Þá kemur fram í rannsókninni að mengunina megi rekja til manna, en hún kemur að mestu frá iðnaði, landbúnaði, samgöngum og hita.

Meðal Frakka eru dauðsföll af völdum reykinga og áfengis þau einu sem algengari eru en dauðsföll af völdum mengunar, en um 78 þúsund manns láta lífið árlega vegna reykinga og 49 þúsund vegna áfengisnotkunar.

Frönsk stjórnvöld hafa verið vakandi fyrir aukinni mengun á undanförnum árum. Það sem mest kom á óvart var að París er ekki mengaðasta borgin. Borgin Marseille fékk þann vafasama heiður að hljóta nafnbótina mengaðasta borg Frakklands. Þar á eftir kom borgin Lyon og í þriðja sæti var höfuðborgin, París.

Stjórnvöld í París hafa beitt ýmsum brögðum til að koma í veg fyrir mengun í borginni og hafa verið sett fram ýmis boð og bönn, en í mars á síðasta ári fékk borgin nafnbótina „Mengaðasta borg á jörðinni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí