fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Vinstrimenn nánast gert það að listgrein að styðja ekki Samfylkinguna

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 6. maí 2016 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samfylkingin er of langt til vinstri fyrir mig. Samfylkingin er of langt til hægri fyrir mig. Hún er of stjórnlynd, hún er of frjálslynd.Samfylkingin er ekki nógu Evrópusinnuð, hún sveik í stjórnarskrármálinu, hún anaði út í þetta stjórnarskrármál og er með Evrópu á heilanum Þar eru of margir femínistar og hún sinnir femínisma skammarlega lítið. Samfylkingin er ekki nógu og hún er of.“

Þetta skrifar Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á Facebook-síðu sinni. Þar fjallar hann um ákvörðun Árna Páls Árnasonar sem ákvað að draga framboð sitt til formannsembættisins í Samfylkingunni til baka. Guðmundur Andri segir að vinstri menn hafi nánast gert það að listgrein að styðja ekki Samfylkinguna „og finna ný og ný blæbrigði ágreinings til að finna rökstuðning fyrir því að vilja ekki styðja þessa breiðfylkingu frjálslyndra og vinstri manna sem átti að verða. Á meðan er landinu stjórnað frá Panama.“

Guðmundur Andri bætir við:

„Nú hafa vinstri menn misst eina af ástæðunum sem tilgreindar eru fyrir því að styðja ekki Samfylkinguna: Árni Páll ætlar að hætta sem formaður.“

Telur Guðmundur Andri að ákvörðun Árna sé skynsamleg. Það sé sama hvernig Árni standi sig, hann virðist ekki fá stuðning frá kjósendum.

„Mér fannst hann býsna öflugur nú á dögunum þegar SDG var að hrökklast frá völdum flæktur í eigin ósannindavef en greinilega var ég nánast einn um þá skoðun, því það er eiginlega sama hvernig Árni hefur verið: hann hefur einhvern veginn aldrei fengið séns hjá kjósendum,“ segir Guðmundur Andri og bætir við: „Kannski fær hann það núna. Eflaust kemur einhver í staðinn sem er of og ekki nógu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv