fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Telur sig hafa fundið hvílustað Aristóteles

Vísbendingar um að hálfhrunin bygging í fæðingarborg hans, Stagíru, sé hinsti hvílustaður heimspekingsins

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 28. maí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grískur fornleifafræðingur, Konstantinos Sismanidis, telur sig hafa fundið gröf forngríska heimspekingsins Aristóteles sem af mörgum er talinn einn áhrifamesti hugsuður í vestrænni heimspeki. Hann var nemandi Platons og kennari Alexander mikla auk þess sem hann var mikilvirkur vísindamaður á sínum tíma og lét til sín taka á fjölmörgum sviðum, meðal annars rökfræði, frumspeki, eðlisfræði, sálfræði, líffræði, dýrafræði, siðfræði og stjórnmálafræði svo eitthvað sé nefnt. Independent greinir frá.

Byggingin er í fæðingarborg heimspekingsins, Stagíru, sem er í 40 km. fjarlægð frá Þessalóníki. Jarðneskar leifar hins merka manns hafa hinsvegar ekki enn fundist.
Hinn meinti hvílustaður Byggingin er í fæðingarborg heimspekingsins, Stagíru, sem er í 40 km. fjarlægð frá Þessalóníki. Jarðneskar leifar hins merka manns hafa hinsvegar ekki enn fundist.

Sismanidis stundaði rannsóknir á fæðingarstað Aristóteles, borginni Stageira, á tíunda áratug síðustu aldar en hann upplýsti ráðstefnugesti í grísku borginni Thessaloniki um að hann telji að eyðilögð bygging sem hann rakst á hafi verið hinsti hvílustaður hins merka manns. Sismanidis segir að byggingin hafi á sínum tíma verið minnismerki um heimspekingsins en þrátt fyrir mikla leit hafa jarðneskar leifar hans ekki fundist. Sismandis er þó viss í sinni sök. „Ég hef engar sannanir en sterkar vísbendingar, ég er eins viss og hægt er að þessi kenning sé rétt,“ sagði hann í fyrirlestri sínum og hélt því fram að staðsetning byggingarinnar, útlit hennar og staðsetning á miðju marmaragólfi styðji við kenningu sína auk þess sem áætlaður byggingartími komi heim og saman við dauða Aristóteles árið 322 f. Kr. en þá var heimspekingurinn 62 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv