fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Eldur í Kópavogi: Húsnæði Hraðbergs gjöreyðilagðist í eldsvoða í nótt

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. maí 2016 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kom upp í húsnæði lyftaraþjónustunnar Hraðbergs við Vesturvör í Kópavogi á þriðja tímanum í nótt og er húsið gjörónýtt. Slökkvistarf tók um tvær klukkustundir og var því lokið um fimm leytið í morgun. RÚV greinir frá.

Einn maður mun hafa verið í húsinu, sem er tiltölulega nýlegt, og tókst honum að forða sér í tæka tíð þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang. Eldsupptök eru ókunn.

Jón Friðrik Jóhannesson, deildarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að aðkoman hafi verið þannig að mikill eldur var í lyftarageymslu í horninu á húsinu. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í önnur bíl.

„Það voru töluverðar sprengingar inn í húsnæðinu, það eru gaskútar og annað þannig að við vorum ekkert að senda menn inn. Við vorum því að slökkva eldinn utan frá og fórum síðan í að bjarga verðmætum úr næsta bili, meðal annars þremur bílum,“ segir Jón Friðrik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga