fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Almenna leigufélagið kaupir Leigufélagið Klett

Auður Ösp
Mánudaginn 23. maí 2016 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur samþykkt kauptilboð Almenna leigufélagsins í Leigufélagið Klett ehf. Leigufélagið Klettur hefur yfir að ráða 450 íbúðum sem bætast við 550 íbúðir sem Almenna leigufélagið leigir út.

Í tilkynningu kemur fram að sameinað félag tryggi að þúsund íbúðir bjóðast einstaklingum og fjölskyldum til langtímaleigu á húsnæðismarkaði, sem lengi hefur verið kallað eftir í opinberri umræðu. Um 75 prósent íbúðanna eru á höfuðborgarsvæðinu og 25 prósent utan þess.

„Almenna leigufélagið var stofnað 2014 og var fyrsta sérhæfða leigufélagið fyrir almenning á Íslandi. Félagið hefur allar götur síðan lagt ríka áherslu á að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á leigumarkaði húsnæðisöryggi og stöðugleika. Leigutakar gera samning til allt að þriggja ára í senn, njóta forgangs og sveigjanleika ef fjölskyldur þurfa að stækka eða minnka við sig og hafa aðgang að þjónustu allan sólarhringinn komi eitthvað uppá. Hefur þetta gjörbreytt leigumarkaðnum og tryggt betur hagsmuni þeirra sem kjósa að leigja í stað þess að kaupa fasteign.

Sameining Kletts og Almenna leigufélagsins mun fela í sér rekstrarhagræði sem leigjendur munu njóta. Viðskiptavinir Kletts munu hafa aðgang að sömu þjónustu og aðrir hjá Almenna leigufélaginu hvað varðar viðhald og viðgerðir og öryggisvakt allan sólarhringinn.“

Að lokinni sameiningu er stefnt að því að skrá Almenna leigufélagið í kauphöll innan tveggja ára. Verður þar til almenningshlutafélag í dreifðri eignaraðild og nýr fjárfestingarmöguleiki fyrir almenna fjárfesta og stofnanafjárfesta.

„Með sameiningu Almenna leigufélagsins og Kletts verður til stærsta sérhæfða leigufélagið á Íslandi,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. „Það tryggir betur framboð á leiguhúsnæði, dregur úr þrýstingi á hækkun leiguverðs og veitir leigjendum raunhæfan og hagkvæman valkost til að leigja íbúðarhúsnæði til langs tíma. Á sama tíma verður til spennandi fjárfestingarkostur fyrir almenna og sérhæfða fjárfesta sem vilja kaupa hlut í skráðu fasteignafélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga