fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Boða til mótmæla við heimili Bjarna: „Kommon fólk, ekki vera fífl“

Fjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni með viðburðinn – Hópurinn Beinar aðgerðir setur ríkisstjórninni afarkosti

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 23. apríl 2016 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grasrótarhópurinn Beinar aðgerðir hafa boða til mótmæla við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þann 1. maí næstkomandi. Óhætt er að segja að þetta mælist misjafnlega fyrir hjá fólki og eru flestir þeirrar skoðunar að allt of langt sé gengið.

Fleiri hundruð manns hafa fengið boð í gegnum Facebook um að taka þátt í mótmælunum sem fyrirhuguð eru þann 1. maí næstkomandi. Á Facebook-síðu viðburðarins kemur fram að yfirskrift mótmælanna sé Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.

Setja afarkosti

„Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna!

Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. Maí,“ segir á Facebook-síðu viðburðarins en kröfurnar eru þær að ríkisstjórnin segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Þá verði sett dagsetning á kosningar, ekki síðar en 10. september. Verði ríkisstjórnin ekki við þessum körfum verði mótmælt við heimili Bjarna klukkan 19 þann 1. maí næstkomandi.

„Skammist ykkar“

Fjölmargir hafa tjáð sig á Facebook-síðu viðburðarins og er óhætt að segja að hann mælist misjafnlega fyrir hjá fólki. Eru flestir þeirrar skoðunar að of langt sé gengið, heimili sé griðarstaður fólks og þarna búi börn. Hér má sjá brot af ummælunum sem finna má á síðunni:


„Skammist ykkar – látið manninn og hans fjölskyldu í friði. Svona á ekki að gera, fara að heimili þar sem börnin hans eru og kona, hvað er að hjá ykkur.“ – Róbert Óskar Sigurvaldason

„Þetta er ein aumasta hugmynd sem ég hef heyrt lengi. Þeir sem mæta á svona viðburð dæma sig sjálfir með lágkúrulegri framkomu. Þarna eru börn og aðrir ótengdir íbúar. Hvet skipuleggjendur að hætta við þessa staðsetningu og engan að mæta á mótmæli sem er ekkert nema árás á einkalíf. Þá gildir engu í hvaða flokki þeir standa.“ – Þórhallur Harðarson

„Kommon fólk, ekki vera fífl. Þótt að maður sé ósammála einhverjum í pólitík eða í öðru gefur það ekki manni rétt til að ráðast að friðhelgi heimili manna og mótmæla þar fyrir utan. BB á fjölskyldu og nágranna sem eru ekki í pólitík, höldum þeim fyrir utan þetta. Mætum frekar á Austurvöll ef fólk er í mótmælagírnum.“ – Matthías Freyr Matthíasson

„Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ – Guðmundur Andri Thorsson

„Þetta er arfaslæm hugmynd; látið heimili og fjölskyldur ráðamanna í friði.“ – Erlendur S. Þorsteinsson

„Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ – Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

„Þetta er klikkun. Hvað þykist þið eiginlega vera að gera?“ – Erna Ýr Öldudóttir

„Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar.“ – Vilhjálmur Þorsteinsson

Þá hefur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tjáð sig um mótmælin á Facebook-síðu sinni. „Þetta er afskaplega ógeðfellt og fjarri öllu velsæmi. Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“