fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Brynja óviss um að geta klárað læknanám í Ungverjalandi: Einungis lánað fyrir hluta námsins

Framfærsla frá LÍN lækkuð – „Ekki allir hafa fjárhagslegt bakland“ – Skortur á sveigjanleika í fjármögnun á námi erlendis

Auður Ösp
Þriðjudaginn 12. apríl 2016 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er þetta orðið nokkurn veginn þannig að fólk á ekkert að hætta sér í nám, sérstaklega ekki erlendis, nema eiga fyrir því sjálft eða eiga fjölskyldu sem getur stutt þau fjárhagslega. Það þarf bara hreinlega einhver að bretta upp ermar og endurskipuleggja þetta lánakerfi eins og það leggur sig. Það er enginn að græða á þessu, hvorki LÍN né nemendurnir,“segir Brynja Kristín Einarsdóttir 4.árs læknanemi í Ungverjalandi en hún sér fram á erfiða stöðu í lok námsársins. Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir eingöngu skólagjaldalán upp á upphæð sem dugir fyrir rúmlega 3,2 árum í skóla Brynju auk þess sem framfærslulán hefur lækkað um 30 prósent síðan hún hóf nám. Hún á tvö ár eftir í náminu.

Í samtali við blaðamann DV.is segir Brynja að hún hafi lengi verið óviss með stefnu í lífinu þar til hún hóf læknanámið: „Ég reyndi eins og ég gat að finna eitthvað annað, eitthvað sem væri ekki svona erfitt og langt en þegar uppi var staðið þá var þetta það eina sem ég virkilega vildi. Ég fann mig algerlega í læknisfræði og er handviss í dag um að ég sé á réttri hillu,“ segir hún en hún tjáir sig einnig um málið í pistli á Facebook síðu sinni sem vakið hefur mikla athygli.

Brynja hóf því í læknisfræði í Ungverjalandi árið 2012, þá skuldlaus og átti hún örlítinn sparnað. Hún hafði þá ekki tekið námslán áður. Þegar hún var á öðru ári í náminu var framfærslu lán hennar lækkað um 10 prósent og ferðalánið breytt úr því að vera veitt einu sinni á ári yfir í einu sinni á námsstigi. Læknisfræði er 6 ár og ferðalánið er 40.000. Nú á dögum var síðan tilkynnt um um tilvonandi 20 prósent lækkun á framfærslu frá og með næsta skólaári, 2016 til 2017 og segir Brynja að það hafi verið þungt högg. „Fjárhagslega var þetta nám alveg nógu tæpt fyrir en reglur LÍN gera engan greinarmun á læknisfræði sem er 6 ár og til dæmis hverskyns Bachelor gráðu sem er þrjú ár þegar kemur að skólagjöldum. Þakið á skólagjöldum fyrir Evrópu er 40 þúsund evrur,“ segir hún og bætir við að sú upphæð dugi fyrir sirka 3,2 árum í skólanum þar sem hún stundar nám. Eftir það eru engin skólagjaldalán.

Þá segir Brynja að gríðarlegt ósamræmi sé á milli þeirrar fjárhæðar sem hún fékk í skólagjaldalán og þeirrar sem henni var gert að greiða í skólagjöld á hverri önn fyrir sig. Skólagjöldin fær hún greidd í dollurum en fær lánin reiknuð í evrum en greitt í krónu. „Þegar verst lét með krónu, evru og dollar fóru um það vil 330.000 íslenskar krónur af framfærslunni minni uppí skólagjöld.“

Hún tekur fram að stjórn FÍLU, Félag Íslenskra Læknanema í Ungverjalandi) hafi haft samband við LÍN, Menntamálaráðuneyti og SÍNE undanfarin ár til að athuga hvað sé hægt að gera í þessu máli. Brynja segir nemendur búa við misjafnar aðstæður og hafi því missmikinn fjárhagslegan stuðning á bak við sig. „Fyrir sjálfa mig og þá sem byrjuðu á sama tíma og ég í námi er þetta svona: 30 prósent lækkun á framfærslu frá því að við byrjuðum árið 2012 og skólagjaldalánin búin fyrir 0,8 árum síðan. Það eru enn rúm tvö ár eftir.“

Hefur ekkert bakland

Brynja segir stöðuna sérstaklega erfiða þar sem hún hafi ekkert ekkert fjárhagslegt bakland og eigi engann sparnað. „Ég skulda yfir 14 milljónir skv síðustu skattaskýrslu og ég sé ekki fram á að geta klárað námið mitt af því ég á ekki fyrir því. Ég get heldur ekki farið í annað nám því kvótinn minn hjá LÍN er búinn. Þess utan hef ég engan áhuga á að skipta um nám, þetta er það sem ég vil gera í lífinu. Bankinn minn ætlar ekki að lána mér meiri pening og nýji Lánasjóðurinn „framtíðin“ hafnaði mér, líklega vegna þess að ég er svo skuldug. Ég á ekki neitt og menntun mín er enn sem komið er einskis virði,“ segir hún og kveðst ekki veri sú eina í þessari stöðu en skólagjöldin eru um það bil tvær milljónir á ári. „Ég vinn mér ekki inn þann pening í sumarfríinu, það er nokkuð ljóst.“

„Á heimasíðu LÍN segir að hlutverk sjóðsins sé að gera okkur kleift að stunda nám óháð efnahagi og stöðu. Ég get ekki séð að það sé þannig. Ég skil heldur ekki hvernig það væri ekki best fyrir þennan sjóð að gera okkur kleift að klára námið? Ég er ekkert að fara borga þessi lán á næstunni ef ég þarf að taka mér langt frí til að safna fyrir skólagjöldum? Eins hef ég töluvert betri tekjur sem útskrifaður læknir en sem læknanemi á fjórða ári. Ég tapa, sjóðurinn tapar.“

Mikil óvissa

Í samtali við blaðamann segir Brynja einnig að eðlilega hafi nemendur áhyggjur af því að lánasjóður geti breytt reglunum á ári hverju, enda um gríðarlegan forsendubrest að ræða fyrir fólk sem er að hefja 6 ára nám þegar lækkað er um 20 prósent í einu skrefi.

„Það er alveg glatað að fá þessar fréttir svona rétt fyrir lokapróf. Ég læt prófin bara ganga fyrir, klára þau og sé svo hvernig ég stend eftir sumarið. Ég er komin með vinnu heima en næ að sjálfsögðu aldrei að vinna inn nóg fyrir skolagjöldunum fyrir fimmta árið.Vonandi næ ég að vinna langleiðina upp í haustönnina ef allt gengur vel.“

Ég byrjaði í háskólanámi árið 2012. Skuldlaus og átti smá sparnað. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í nokkur ár ákvað …

Posted by Brynja Kristin Einarsdottir on Tuesday, April 12, 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“