fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögregluvakt verður við Reynisfjöru

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innanríkisráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samráði við lögregluna á Suðurlandi, hafa í ljósi endurtekinna atburða og nú síðast hörmulegs banaslyss í dag við Reynisfjöru ákveðið að frá og með morgundeginum verði þar lögregluvakt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytunum.

Ennfremur segir að áhættugreining verði gerð á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.

Undanfarnar vikur hefur á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála verið unnið að tillögum að aðgerðum sem nauðsynlegt er að grípa til þegar á þessu ári og lúta almennt að öryggi ferðamanna. Verða þær m.a. ræddar á næsta fundi Stjórnstöðvarinnar sem verður í lok febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga