fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Glaumgosi nýtti sér kerfisvillu og eyddi milljónum í lúxusbíla og fatafellur

Ótrúleg saga 29 ára Ástrala

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. desember 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralinn Luke Moore lifði sannkölluðu lúxuslífi í um tvö ár þegar hann nýtti sér galla hjá viðskiptabanka sínum. Luke þessi, sem er 29 ára, var í raun ósköp venjulegur meðaljón og hafði enga innistæðu fyrir lúxuslíferni sínu. Gallinn í bankanum gerði það hins vegar að verkum að Luke gat tekið eins mikinn yfirdrátt og hann vildi.

Luke keypti sér þessa glæsilegu treyju.
Árituð treyja Luke keypti sér þessa glæsilegu treyju.

Í frétt Daily Telegraph í Ástralíu kemur fram að Luke hafi sólundað sem nemur 234 milljónum króna í lúxusbíla, fatafellur og djamm. En upp komast svik um síðir og lúxuslíf Luke entist ekki lengi. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir fjársvik árið 2015 en var sleppt á dögunum eftir að dómurinn yfir honum var ógildur. Luke hafði verið dæmdur í sjö ára fangelsi en hann getur nú um frjáls höfuð strokið.

Allt hófst þetta árið 2010 þegar Luke var 22 ára og atvinnulaus bótaþegi. Hann vantaði pening og ákvað að taka yfirdrátt hjá viðskiptabanka sínum, St. George, til að komast yfir erfiðasta hjallann. Áður en árið var úti var yfirdráttarskuldin orðin rúm ein milljón króna. Luke hélt að bankinn myndi loka reikningi hans enda greiddi hann aldrei skuldina. En allt kom fyrir ekki og alltaf gat Luke tekið út pening og borgað með korti sínu – alveg sama hversu háar upphæðirnar voru.

Þessi glæsilega bifreið kostaði rétt rúmar 10 milljónir króna.
Aston Martin Þessi glæsilega bifreið kostaði rétt rúmar 10 milljónir króna.

Luke sá sér leik á borði og keypti allskonar varning og þá einna helst bíla. Hann byrjaði rólega; keypti sér Hyundai Veloceter sem kostaði 3,5 milljónir, því næst Aston Martin DB7 fyrir 10 milljónir króna og loks Maserati-lúxussportbíl sem kostaði 18 milljónir króna. Þá keypti hann sér bát fyrir 6 milljónir króna og fór í glæsileg ferðalög til Taílands og um heimaland sitt Ástralíu.

Þetta var ekki það eina sem Luke gerði því hann keypti sér einnig körfuboltatreyju sem var árituð af sjálfum Michael Jordan og plötur sem voru áritaðar af Michael Jackson, Bob Dylan og meðlimum Led Zeppelin. Loks keypti hann sér listaverk eftir fræga listamenn, Banksy þar á meðal.

Þegar bankinn áttaði sig á hvað væri í gangi var Luke búinn að sólunda sem nemur rúmum hundrað milljónum króna auk þess sem hann var með aðrar hundrað milljónir á öðrum bankareikningi. Í viðtalinu við Telegraph sagðist Luke vera nokkuð sáttur við líf sitt í dag þó hann hafi ekki lengur ótakmarkaðan aðgang að fjármagni.

„Með aldrinum færist vitið yfir mann og ég hef komist að því að peningar eru ekki allt saman – en þetta var gaman meðan það entist,“ sagði Luke sem í dag býr heima hjá mömmu sinni eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí