fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Geir skipstjóri: „Já góðan daginn. Við erum í smá klandri hérna“ – Ótrúlegt myndskeið

Norska ríkisútvarpið birti myndskeið frá björgun

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2016 11:45

Norska ríkisútvarpið birti myndskeið frá björgun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já góðan daginn. Við erum í smá klandri hérna“ […] „Það er mikið rok hérna, við erum að fjúka upp á land. Við erum stutt frá landi. Við reynum að henda út járni [akkeri], svo sjáum við til hvernig gengur með það.“

Þetta segir Geir Roger Benonisen skipstjóri á snurvoðarbátnum Kim Roger þegar hann óskaði eftir aðstoð þegar báturinn var að reka upp í kletta við Lófót í norður Noregi. Í myndskeiði hér fyrir neðan má heyra einstök radíósamskipti skipstjórann við björgunaraðila í janúar síðastliðnum. Norska ríkisútvarpið birti myndskeið frá björguninni í gær ásamt upptöku skipstjórann. Magnús Þór Hafsteinsson fjallar um þessa ótrúlegu björgun á Facebook-síðu sinni.

„Geir Roger Benonisen skipstjóri á Kim Roger er eitursvalur og rólegur í talstöðinni þó staðan sé vonlaus. Rétt á eftir kallar Bodö Radíó í Kim Roger og tilkynnir að þyrla sé farin í loftið og hún komi eftir 20 mínútur. Björgunarskip er líka á leiðinni og verður komið eftir hálftíma.“

Kafteinn Geir Roger svarar:

„Þú verður bara að fá þá til að gefa í eins og þeir geta, nú er stuttur tími til stefnu. Við keyrum á hliðarskrúfunum núna og reynum að halda okkur frá en ég veit ekki hvort það tekst.“

Það liðu aðeins nokkrar mínútur en þá var báturinn á hliðinni í briminu að sökkva. Tveir úr áhöfninni fóru í sjóinn og börðust fyrir lífi sínu þar í briminu. Það fór þó betur en á horfðist en allir fimm í áhöfn bátsins var bjargað um borð í þyrluna á síðustu stundu. Tókst að bjarga skipverjunum úr sjónum en þrír héldu sér í rekkverkið í flakinu og voru skömmu síðar hýfðir um borð í þyrluna. Voru skipverjanir nokkuð vel á sig komnir miðað við aðstæður og hlutu aðeins minniháttar meiðsli. Einu áhyggjurnar voru í raun að þeir hefðu innbyrt olíu sem flaut á yfirborðinu þegar þeir fóru í sjóinn.

Báturinn sökk en myndskeiðið er tekið um borð í þyrlunni rétt áður en flogið er með skipverjana fimm á sjúkrahús. Ákveðið var að birta myndskeiðið til að sína starf björgunarmanna og mikilvægi þeirra. Hafa björgunarmenn fengið mikið hrós enda tímaramminn þröngur til að koma sjómönnunum til bjargar. Hér má sjá fleiri myndskeið og myndir en fyrir neðan er birt upptaka og myndskeið frá björgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“