fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Landsbankinn gæti þurft að endurgreiða milljarða

Lofaði Arion skaðleysi í lokaðri sölu á 38% hlut í Valitor – Gæti þurft að borga milljarða króna í skaðabætur vegna lokunar á Wikileaks

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. nóvember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbankinn gæti þurft að greiða milljarða króna vegna skaðabótamálsins sem Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) hafa höfðað gegn greiðslukortafyrirtækinu Valitor. Ástæðan er sú að Landsbankinn gekkst í desember 2014 í ábyrgðir vegna tjóns sem stafaði af lögbrotum og tilteknum ákvörðunum stjórnenda Valitor þegar bankinn seldi Arion banka 38% hlut sinn í fyrirtækinu. Stjórnendur Landsbankans lofuðu einnig skaðleysisábyrgð í öðrum skaðabótamálum tengdum Valitor og þá meðal annars þeim sem rekja má til samkeppnislagabrota sem greiðslukortafyrirtækið stundaði þegar núverandi bankastjóri Arion banka var forstjóri þess.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var forstjóri Valitor þegar ákvarðanir voru teknar þar sem gætu á endanum kostað Landsbankann  talsverða fjármuni vegna skaðleysisákvæða í kaupsamningi sem var undirritaður í desember 2014.
Stýrði Valitor Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var forstjóri Valitor þegar ákvarðanir voru teknar þar sem gætu á endanum kostað Landsbankann talsverða fjármuni vegna skaðleysisákvæða í kaupsamningi sem var undirritaður í desember 2014.

Mynd: © 365 ehf / Gunnar V. Andrésson

Margþætt skaðleysi

Ríkisendurskoðun vekur athygli á samkomulaginu við Arion banka um skaðleysisábyrgðina í skýrslu sinni um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016 sem stofnunin birti á mánudag. Sala bankans á eignarhlutnum í Valitor er þar rifjuð upp en Arion banki keypti hann á 3,6 milljarða króna í lokuðu söluferli og hefur síðan þá átt 99 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu. Landsbankinn samdi að auki um hlutdeild í þeim hagnaði sem rann til Valitor vegna samruna Visa Inc. í Bandaríkjunum og Visa Europe en hún nam á endanum 3,5 milljörðum króna. Í skýrslunni er þó bent á að skaðleysisábyrgðin kunni að hafa „nokkur áhrif á ávinning bankans af sölunni“ en endanlegar fjárhæðir sem Landsbankinn mun þurfa að endurgreiða Arion liggja ekki ekki enn fyrir.

Ljóst er að Landsbankinn lofaði tvenns konar skaðleysi. Annars vegar gekkst hann í ábyrgð fyrir 38 prósentum af þeim upphæðum sem Valitor kynni að þurfa að greiða vegna fjögurra skaðabótamála. Þrjú þeirra tengjast brotum Valitor á samkeppnislögum sem tilgreind voru af Samkeppniseftirlitinu árin 2008 og 2013. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, var forstjóri Valitor á árunum 2006 til 2010 þegar fyrirtækið, ásamt öðrum samkeppnisaðilum sínum, viðurkenndi að hafa tekið þátt í langvarandi og ólögmætu samráði og misnotað markaðsráðandi stöðu sína.

Landsbankinn veitti Arion banka einnig skaðleysi í þrjú ár frá undirritun kaupsamningsins ef í ljós kæmi að Valitor yrði gert að greiða skaðabætur og/eða stjórnvaldssektir vegna brota á samkeppnislögum sem varða önnur mál. Ábyrgðin nær þó einungis til sekta eða skaðabóta umfram 300 milljónir króna og aldrei meira en söluverðinu á hlutnum í greiðslukortafyrirtækinu.

Gæti orðið dýrt

Nú tæpum tveimur árum síðar liggur fyrir niðurstaða í tveimur málum sem Landsbankinn gekkst í ábyrgð fyrir. Bankinn hefur vegna þeirra greitt 146,6 milljónir króna og metur það svo að mögulegar greiðslur vegna hinna ábyrgðanna geti numið um 92 milljónum króna. Aftur á móti er, eins og bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki vitað hvort og hversu háa upphæð Valitor þarf að greiða fyrirtækjunum Datacell og SPP vegna skaðabótamáls sem fyrirtækin höfðuðu fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Málið snýst um meint tjón vegna riftunar Valitor á söluaðilasamningi við Datacell sem tryggði því greiðslugátt fyrir SPP, fyrirtækið að baki uppljóstrunarsíðunni Wikileaks. Gáttin var lokuð í 617 daga og lögðu fyrirtækin tvö upphaflega fram átta milljarða króna skaðabótakröfu.

Hæstiréttur hafði staðfest heimildarskort Valitor til riftunar samningsins í desember 2014. Dómkvaddir matsmenn hafa metið tjónið á tæpa 3,2 milljarða en yfirmatsmenn voru í síðustu viku fengnir til að yfirfara það mat. Von er á niðurstöðu þeirra í febrúar á næsta ári. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, segir kröfuna standa í fimm til sex milljörðum króna með dráttarvöxtum. Líkt og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar mun Landsbankinn þurfa að greiða 38% fjárhæðarinnar sem úr skaðabótamálinu kemur en þó ekki meira en sem nemur 3,6 milljarða króna söluverði eignarhlutarins í Valitor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv