fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Lovísa Lára lýkur við kvikmynd í fullri lengd „Lítið um kvenpersónur í aðalhlutverki“

Safnar fyrir eftirvinnslu á Karolinafund

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. nóvember 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaleikstjórinn Lovísa Lára Halldórsdóttir hefur sett af stað söfnun á Karolinafund svo hún geti lokið við kvikmynd sína Týndu Stelpurnar og komið henni í bíó.

„Hvað verður um Týndu stelpurnar sem lýst er eftir á fréttasíðum? Fjórtán ára bestu vinkonur, Lára og Telma halda að þær hafa orðið vitni að morði. Þær ákveða að rannsaka málið sjálfar. Þær vita þó ekki að sú ákvörðun mun ekki bara reyna á vináttu þeirra, heldur einnig stefna lífi þeirra í hættu.“

Þannig er Týndu stelpunum lýst á Facebooksíðu myndarinnar.

Stilla úr mynd Lovísu Láru
Týndu stelpurnar Stilla úr mynd Lovísu Láru

„Ég vildi segja þessa sögu fyrst og fremst því að mér finnst ég sjaldan sjá myndir í bíó sem eiga eitthvað við mig, hvað þá íslensku bíói. Það er lítið um myndir þar sem að kvenpersónur eru í aðal hlutverkum og lítið af myndum fyrir ungt fólk. Mér fannst líka áhugavert að sýna hversu mikið af upplýsingum fólk er að senda frá sér á netið. Ungt fólk er að taka upp allt lífið sitt og birta á youtube, facebook og snapchat,“ segir Lovísa Lára.

Tökum á myndinni er lokið en Lovísa Lára sagði frá því í viðtali við DV í september að hún hafi fjármagnað þær að mestu leiti sjálf með aðstoð fyrirtækja. Nú vantar bara herslumuninn svo hægt sé að ljúka við klippingu, hljóðvinnslu, tónlist og aðra eftirvinnslu.

„Við þurfum að safna 20.000 evrum sem eru tæpar tvær og hálf milljón. Við erum komin með 7% af upphæðinni núna. Það eru alltaf að koma jafnt og þétt áheit en söfnunin hefur ekki tekið almennilegan kipp ennþá,“ segir Lovísa Lára, en hún hefur 27 daga til að ljúka fjármögnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn
Fréttir
Í gær

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru
Fréttir
Í gær

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“