fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Brynjar gerir lítið úr söfnun Kára: Bjóst við að fleiri myndu skrifa undir

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 25. janúar 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á þeim fjórum dögum sem undirskriftasöfnun Kára hefur staðið yfir hafa 40 þúsund landsmanna tekið undir kröfuna um að útgjöld til heilbrigðismála verði 11% af landsframleiðslu í stað 8.7%. Eru það heldur færri en ég gerði fyrirfram ráð fyrir.“

Þetta segir Brynjar Níelsson í pistli á Pressunni sinni og hnýtir þar í Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Líkt og greint hefur verið frá ítrekað í fjölmiðlum hefur Kári staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem hann skorar á stjórnvöld að verja árlega 11% af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins. Yfir 40 þúsund manns hafa tekið þátt í áskorun Kára. Brynjar Níelsson og Jón Gunnarsson hafa gagnrýnt vísindamanninn og svaraði Kári á þá leið í gær að þeir flokksbræður væru hræddari við skattahækkanir en þjáningar og dauða samborgara sinna. Í frétt Eyjunnar er haft eftir Kára:

„Þeir eru hins vegar báðir góðir og hjartahlýir menn og þess vegna ætla ég að skrifa þessa vitleysu þeirra á hvatvísi og hættulega tryggð við formann flokks þeirra sem þarf einmitt á því að halda að einhver segi honum til vamms í stað þess að etja honum á það exelskjala forað sem hann virðist svo elskur að.“

Brynjar svarar Kári í dag og segir að forstjórinn hefði náð svipuðum árangri með undirskriftasöfnun um aukið hlutfall af landsframleiðslu færi til menntakerfisins, til elli- og lífeyrisþega, lögreglu og dómsmál, í samgöngur, fæðingarorlof, málefni barna eða til menningar og lista. Brynjar segir:

„Í þessa málaflokka ásamt heilbrigðismálum fer megnið af öllum útgjöldum ríkisins. Má því ætla að krafa Kára um 50 milljarða aukningu í heilbrigðismálin á hverju ári yrði fyrst og fremst á kostnað framangreindra málaflokka.“

Þá segir Brynjar ljóst að vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar verði ekki hjá því komist að auka fé til heilbrigðismála í nánustu framtíð.

„Svo að það verði ekki um of á kostnað annarra mikilvægra málaflokka, sem snerta innviði í okkar örsmáa samfélagi, er mikilvægt að auka landsframleiðsluna. Mestir möguleikar okkar í þeim efnum felast í orkusölu hvort sem okkur líkar betur eða verr.“

Brynjar bætir við:

„Sá hagvöxtur sem hefur fylgt aukinni framleiðslu í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur annars vegar farið í almennar kjarabætur með hækkun launa og lækkunar skulda landsmanna og hins vegar í heilbrigðiskerfið. Forgangsröðun núverandi stjórnarmeirihluta ætti því að vera Kára ljós sem og fylgjendum hans. Forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar var önnur eins og menn væntanlega muna.“

Hér má lesa pistil Brynjars í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar