fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Gunnlaugur sakar Svein Andra um stöðugar árásir á Jón Steinar: „ … faðir minn lá vel við höggi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 27. september 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður fagnar í dag sjötugsafmæli. Sonur hans Ívar Páll Jónsson skrifaði í tilefni dagsins langa afmælisgrein sem birt var í Morgunblaðinu í morgun. Þar þakkar Ívar föður sínum fyrir það sem hann hefur kennt honum. Eftir að hafa mært föður sinn í löngu máli skrifar Ívar um Robert Downey málið og þær umræður sem um það sköpuðust í sumar. Jón Steinar var lögmaður Roberts sem hlaut uppreist æru. Sagði Jón Steinar að Robert ætti skilið fyrirgefningu á gjörðum sínum en Robert braut ítrekað gegn 14 og 15 ára gömlum stúlkum og við húsleit á heimili hans fannst minnisbók með 325 kvenmannsnöfnum, fimm myndbandsspólur sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og 225 ljósmyndir sem lögreglan flokkaði sem barnaklám. Var Jón Steinar víða gagnrýndur fyrir að taka upp hanskann fyrir kynferðisbrotamanninn.

Í grein sinni segir Ívar Páll:

„Hér er fólk annað hvort með hvert öðru eða á móti. Hér er fólk í Sjálfstæðisflokknum, eða ekki í Sjálfstæðisflokknum. Með valdinu eða á móti því. Hluti af feðraveldinu, eða ekki. Hér erum „við“ á móti „þeim“. „Þau“ á móti „okkur“.

Í þessu stríði gleymist hvað er rétt og rangt. Kappið ber skynsemina ofurliði og sannleikurinn er látinn liggja á milli hluta. Í nafni málstaðarins, sem er hluttekning og gæska í garð bræðra og systra í okkar hópi, eru öll meðul leyfileg. Andstæðingurinn er ekki mennskur. Hann er skrímsli, sem skal eyðileggja, hvað sem það kostar.

Kærleikurinn felst í réttindum sem fara ekki í manngreinarálit og eru óháð gerræði, hóphyggju og hentistefnu. Kærleikurinn felst í því að standa með almennum og hlutlægum reglum, sem tryggja hagsmuni allra sem best, til lengri tíma litið. Hann felst ekki í því að líta á hvert mál óhlutlægum augum og fórna grundvallarreglum réttarríkisins vegna skiljanlegrar samúðar með þeim sem talið er brotið á.“

Segir afmælisgreinina furðugrein

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fjallar stuttlega um afmælisgreinina á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af Jóni Steinari. Sveinn Andri vitnar í eftirfarandi brot úr greininni:

„Og langoftast stendur hann einn á vígvellinum, með hjörð þeirra sem ættu að vera að verja réttarríkið í skjóli í bakhúsi á Lindargötunni.“ ?

Og svo bætir Sveinn Andri við:

„Úr furðugrein um föður, mbl 27. september 2017.“

Ósáttur við Svein Andra

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri og sonur Jóns Steinars er allt annað en sáttur við skrif lögmannsins. Sakar hann Svein Andra um að leggja fæð á föður sinn. Hann tjáir sig um innlegg Sveins á Facebook-síðu sinni:

„Lögmaður nokkur í Reykjavík, Sveinn Andri að nafni, hefur notað hvert tækifærið á fætur öðru til að skjóta á föður minn, Jón Steinar, síðustu árin. Svo oft að furðu sætir.“

Segir Gunnlaugur að Sveinn Andri hafi haft sig lítið í frammi þegar Robert Downey málið var hvað mest í sviðsljósinu. Gunnlaugur segir:

„Allt í einu þagnaði hann í sumar í máli þar sem Jón hafði tekið að sér að erinda mál fyrir kynferðisbrotamann sem varðaði beiðni hans um endurheimt lögmannsréttinda (Jón telur að allir eigi rétt á lögmannsþjónustu og er oft tilbúinn að veita þeim hana sem óvinsælastir eru, með réttu eða röngu).“

Bætir Gunnlaugur við að dæmi hafi verið um að fólk hafi talið að Sveinn Andri hefði snúist á sveif með Jóni Steinari.

„ … því þögnin í sumar var honum svo ólík í máli þar sem faðir minn lá vel við höggi. En nú birtist afmælisgrein eftir bróður minn um pabba í Morgunblaðinu, og þá notar Sveinn Andri tækifærið strax aftur. Þannig að kenningin stenst ekki og málið í sumar var undantekning sem hefur einhverjar aðrar skýringar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“