fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Annie Mist um vonbrigðin 2015: „Hausinn var tilbúinn en líkaminn brást mér“

Gat ekki rétt úr höndunum tíu dögum eftir mót – Andlega hliðin mikilvæg

Indíana Ása Hreinsdóttir
Laugardaginn 19. ágúst 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annie Mist Þórisdóttir endaði í þriðja sæti á Heimsleikunum í crossfit sem fram fóru í byrjun mánaðarins. Þetta er í níunda skiptið sem Annie tekur þátt í leikunum og í fimmta skiptið sem hún endar á verðlaunapalli. Í einlægu viðtali ræðir Annie um íþróttina sem hún elskar, hvernig hún slökkti á efasemdaröddunum sem töldu hana búna, meiðslin og sálarlífið, umræðuna um steranotkun sem hún segir bæði sorglega og leiðinlega og ástina sem hún fann í crossfit.

Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu en þar ræðir hún meðal annars um erfiðleika sem hún gekk í gegnum árið 2015.


Annie Mist er sá íþróttamaður sem kom crossfit á kortið á Íslandi. Hún varð fyrst kvenna til að verða tvöfaldur heimsmeistari, árin 2011 og 2012, lenti í öðru sæti 2010 og 2014 en keppti ekki vegna bakmeiðsla 2013. Árið 2015 fékk hún alvarlegt hitaslag sem hafði það mikil áhrif á líkama hennar að hún varð að draga sig úr keppni. Ári seinna mætti hún í toppformi líkamlega en þar sem hún hafði ekki unnið í andlegu hliðinni eftir hitaslagið gekk henni ekki sem skyldi og endaði í 13. sæti.

Notaði efasemdaraddirnar

Annie viðurkennir að frábært gengi hennar í ár hafi eflaust komið einhverjum á óvart. „Ég held að margir hafi afskrifað mig – einhverjir héldu jafnvel að ég væri orðin of gömul. Sjálf vissi ég að ég væri ekki búin og notaði efasemdaraddirnar til þess að hvetja mig áfram og sýna og sanna að ég væri enn á meðal þeirra bestu. Ég vissi það alltaf. Ég var í frábæru líkamlegu formi 2015, þegar ég fékk hitaslagið, og var bara alls ekki tilbúin í fyrra. Þá varð ég hrædd við sólina og hitann og slæmu minningarnar streymdu til mín.“

Andlega hliðin mikilvæg

Hún segir andlegu hliðina gífurlega mikilvæga í crossfit. „Ég hef alltaf trúað því að hausinn myndi gefast upp á undan líkamanum og með því hugarfari hef ég farið í gegnum æfingarnar. Árið 2015 var það öfugt; hausinn var tilbúinn en líkaminn brást mér. Ég hef aldrei upplifað það áður. Mér hefur aldrei liðið eins illa líkamlega, og tíu dögum eftir mótið gat ég enn ekki rétt úr höndunum. En svo jafnaði ég mig smám saman og hafði náð sama styrk tveimur, þremur mánuðum seinna. Ég vissi alltaf að þetta myndi lagast en var samt hrædd um að hafa skemmt eitthvað. Þetta tók óþægilega langan tíma,“ segir hún og bætir við að bakmeiðslin í kringum 2013 einnig hafa reynt á sálarlífið. „Þá hélt ég að ég væri búin – að ég gæti aldrei keppt í crossfit aftur. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hvað ég naut þess svakalega að æfa fyrr en ég hélt að ég gæti það ekki lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi